Pólitíska utanríkisþjónustu verður að afnema

Utanríkisþjónustan hefur illa þjónað íslenskum hagsmunum á undaförnum árum. Tvenn risavaxin klúður utanríkisþjónustunnar eru umsóknin um sæti í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna annars vegar og hins vegar ESB-umsóknin.

Í ESB-málinu varð utanríkisþjónustan deild í Samfylkingunni. Starfsmenn ráðuneytisins fóru út um allar þorpagrundir, í saumaklúbba og á fundi í karlaklúbbum, og tóku þátt í að blekkja fólk til fylgis við þá dellu Össurar Skarphéðinssonar að Ísland fengi á tveim eða þrem árum aðildarsamning við ESB án nokkurrar aðlögunar.

Utanríkisþjónustuna á að skera niður og stokka upp. Það er algerlega ólíðandi að látið verði eins og ekkert hafi í skorist. Embættismenn tóku þátt í sértrúarherferð sem byggði á lygi og blekkingum. 

Uppstokkun á utanríkisþjónustunni á að fela í sér að kenna starfsmönnum að haga sér eins og embættismenn en ekki pólitískir aðgerðasinnar.


mbl.is Verður að forgangsraða eins og aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Af einhverjum ástæðum, þá líkar mér alltaf betur og betur við það sem þú ert að skrifa. Kannski að það hafi eitthvað með það að gera sannleikann að gera, ég elska nefnilega allt sem er satt...

Davíð, 13.10.2013 kl. 23:08

2 Smámynd: Davíð

Af einhverjum ástæðum, þá líkar mér alltaf betur og betur við það sem þú ert að skrifa. Kannski að það hafi eitthvað sannleikann að gera, ég elska nefnilega allt sem er satt...

Davíð, 13.10.2013 kl. 23:18

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sjá dagar koma! Þar sem skömmin nagar menn sem vísvitandi blekkja og ljúga. En velti fyrir mér hversu sterk heild þessi þjóð er,að þrátt fyrir nánast hverjum einasti miðli væri stjórnað af Samfylkingu,fretandi yfir andstæðinga sína,er almenningur að sjá að þar var oftar en ekki hallað réttu máli,lagað til og legið á bjöllunni,þar til veiklundaðir opnuðu fyrir Gróu. Ég held að allflestum Íslendingum finnist alltof mikið fé renna í utanríkisþjónustuna,hvað þá þegar embættismenn eru uppvísir af herferð Samfylkingar um inngöngu í ESB.

Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2013 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband