Írland; 13 prósent atvinnuleysi - stöðugt

Írland varð kreppunni að bráð um líkt leyti og Ísland. Atvinnuleysi á Írlandi hefur verið á bilinu 13 til 17 prósent frá 2008 þrátt fyrir að tugir þúsunda Íra hafi leitað að vinnu út fyrir landsteinana.

Írland, sem bæði er í Evrópusambandinu og með evru, var þvingað til að taka á sig skuldir föllnu bankanna. Írar er búnir að vera í gjörgæslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins í bráðum fimm ár.

Írar sjá fram á frekari niðurskurð ríkisútgjalda, hallarekstur á ríkissjóði og varanlegt atvinnuleysi upp á tíu prósent og meira. Frábært að vera í Evrópusambandinu, ekki satt?

 


mbl.is Reiðubúið að segja skilið við björgunaraðstoðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fyrir þá fáu já sem þrá völd í sambandi sem gerir út á nútíma þrælahald. Engin gamaldags járn öklabönd,engar leður svipur,engar byssur við belti, ekkert sýnilegt, nægar ógnir samt til að skapa beiskju og uppgjöf þeirra sem neyddir eru í ESB. Fullveldissinnar snúum bökum saman vinstri/hægri,--Íslandi allt.--

Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2013 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband