Hugsjón, vopnavald og raunsæi

Einræðisherra ríkir í ónefndu ríki með 10 milljónir íbúa. Af þeim búa níu milljónir við tiltölulega örugg lífskjör en ekkert lýðræði. Ein milljón er kúguð og af þeim deyja árlega tíu þúsund ótímabærum dauða. Bandaríkin ákveða að ráðast inn í landið og steypa af stóli harðstjóranum. Í hönd fara tímar upplausnar með innanlandsófriði, hnignandi efnahag og árlega ótímabærum dauða 20 þúsund manns.

Spurningin er þessi: var það rétt af Bandaríkjunum að velta harðstjóranum úr sessi? Já, segja hugsjónamenn, það er ekki hægt að líða einræðisherra sem kúgar minnihlutahópa og deyðir saklausa. Nei, segja raunsæismenn, oft leiðir innrás í ríki harðstjóra til meiri hörmunga fyrir íbúana en áður.

Togstreita milli hugsjóna og raunsæis í utanríkisstefnu Bandaríkjanna er eitt þema í bók Robert D. Kaplan, The Revenge of Geography: What the Map Tells Us About Coming Conflicts and The Battle Against Fate.

Vel heppnaðar hernaðaraðgerðir á Balkanskaga eftir hrun kommúnistastjórnarinnar í Júgóslavíu gáfu hugsjónamönnum byr undir báða vængi. Bandaríkjunum var rétt og skylt að breyta og bæta heiminn með vopnavaldi þegar önnur vægari meðöl duguðu ekki til.

Svo kom Afganistan og þá Írak. Harðstjórum var steypt af stóli með bandarískum vopnum. En í stað stöðugleika hófust hjaðningavíg hópa sem höfðu verið til friðs undir fyrri valdsstjórn. Hugsjónamennirnir sáu það ekki fyrir og misstu bæði áhrif og tiltrú.

Í málefnum Sýrlands eru raunsæismenn með yfirhöndina í umræðunni. Þess vegna mun bandaríski herinn ekki útkljá hvort harðstjórinn Bashar al-Assad heldur völdum eður ei.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eins og er þá er ekkert að marka það sem Ríkisstjórn USA lætur frá sér.

Obama lofaði að loka Gitmó, ekki hefur það gerst.

Obama sagði að Bashar al-Assad verður að fara, ekki hefur það gerst.

Svona má lengi telja, enda er USA ekkert nema papírstígrisdýr.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 13.10.2013 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband