Laugardagur, 12. október 2013
Svavar, herinn og ESB
Svavar Gestsson, fyrrum formaður Alþýðubandalagsins, skrifar pistil um bandaríska herinn á Miðnesheiði, fullveldisskerðinguna sem í hersetunni fólst, aðferðum hersins og stuðningsmanna hans hér á landi að verja herstöðina og loks um skyndilega brottför hersins um miðjan síðasta áratug.
Svavar, líkt og margir róttækir vinstrimenn, var einarður andstæðingur andstæðingur herstöðvarinnar. En ólíkt flestum róttækum vinstrimönnum af hans kynslóð, Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson til dæmis, þegir Svavar þunnu hljóði um afstöðu sína til Evrópusambandsins.
Ragnar og Hjörleifur eru samkvæmir sjálfum sér þegar þeir berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Yfirvald í íslenskum málefnum er í engu betur komið fyrir í Brussel en Washington.
Svavar var á sínum tíma kallaður ,,skoðanaverksmiðja" vegna þess að hann hafði skoðanir á öllu milli himins og jarðar. Hvers vegna stendur Svavar á hliðarlínunni og segir ekki múkk um afstöðu sína til Evrópusambandsins?
Athugasemdir
Af því að hann er ESB-innlimunarsinni, Páll, og sýndi auðsveipni sína ið stórveldið með skammarlegri þjenustusemi sinni í Icesave-málinu.
Svo þykist hann vera maður fullveldis! Þvílík hræsni.
NATO og herverndarsamningurinn hjálpuðu okkur að varðveita sjálfstæði og fullveldi Íslands frá því um miðja 20. öld og fram á 9. áratuginn.
Jón Valur Jensson, 12.10.2013 kl. 16:19
Við værum líklega ennþá í torfkofum hér á Íslandi, ef ekki væri fyrir aðkomu Bandaríkjanna á heimsstyrjaldar-árunum. Og Finnland væri líklega ekki það sem það er í dag, ef ekki væri fyrir Rússland. Umhugsunarvert?
Svandís Svavarsdóttir er nú með það sem eitt af stóru málunum á alþingi, að hagræðingarnefndin birti opinberlega allar tillögur sem bárust nefndinni án nafbirtingar og loforði þar að lútandi. Og vísar hún til upplýsingalaga. Og á sama tíma hefur Bjarni Ben. bannað opinberun á tillögunum?
Það er alveg rétt hjá Svandísi Svavarsdóttur að opin stjórnsýsla og upplýsingar eru mikilvægar. Það ætti Bjarni Benediktsson að ítreka og samþykkja á næsta þingfundi. Því þá fáum við að sjálfsögðu að sjá tvískinnunginn hjá ráðherranum. Og líka að sjá alla leynipappírana frá síðustu ríkisstjórn, sem á að geyma í c.a. 100 ár, á þjóðskjalasafninu? Og sannleiks-saga Svavars Gestssonar er víst geymd á sama þjóðskjalasafninu? "Bestu vinirnir" Bjarni Ben. og Steingrímur J. ættu að geta orðið sammála um að upplýsingalög krefjist opinberunar á öllum skjölum, vegna upplýsingalaga?
Það er spurning hvort Breta-heimsveldið Frímúraða, er að stýra öllum heiminum aftur niður í torfkofana og grafirnar, með aðstoð AGS/matsfyrirtækjanna og co.? Og til þess eins að bjarga Exel-bankaræningjastofnunum heims-veldisins?
Hver á AGS/EES/ESB?
Við þurfum öll að velta þessum spurningu fyrir okkur, á sjálfsábyrgan og einstaklings-skoðanafrjálsan hátt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.10.2013 kl. 18:01
Ég ætla ekkert að blanda mínu þunna viti, í þetta hjal hér. En það er ljóst að sá möguleiki er uppi að hræsnari geti af sér hræsnara.
Hrólfur Þ Hraundal, 12.10.2013 kl. 20:04
Vill Svavar að við göngum í EvrópuSovjetið?
Davíð, 12.10.2013 kl. 20:50
Klárlega Davíð Örn.
Hrólfur Þ Hraundal, 12.10.2013 kl. 22:30
Það er ekki hægt að bera saman NATO og ESB. Og það veitt Ekki-baugs. Það er bara svo barnalegt! T.d. er SF (socialistisk folkeparti) í Danmörku ámóti NATO en samt með ESB.
Jakob Andreas Andersen, 12.10.2013 kl. 23:07
eru Ragnar og Hjörleifur ekki bara "has-been". kannski var hlustað á þá í 'gamla daga' en ekki núna
Rafn Guðmundsson, 13.10.2013 kl. 01:17
og sem betur fer hætta þessir 'gamalmenni' að hætta að angra okkur á næstunni
Hjörleifur Guttormsson (f. 31. október 1935)
Ragnar Arnalds (f. 8. júlí 1938)
Rafn Guðmundsson, 13.10.2013 kl. 01:48
Andstæðingar ESB þurfa ekki að benda á ómerkilegheit og lágkúru ESB hirðarinnar. Hun sér um það sjálf, samanber ummæli Rafns Guðmundssonar hér að ofan.
Ragnhildur Kolka, 13.10.2013 kl. 09:19
Það er vissulega þörf á að komast í Þjóðskjalasafnið, allra hluta vegna. Fyrir hverja eru upplýsingalög?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.10.2013 kl. 16:51
Jakob Andersen, það er ekki opinber stefna SF að vera á móti NATO sem slíku, hvar sérðu það? Það er réttara að segja að flokkurinn sé á móti því að danski herinn taki þátt í styrjöldum NATOs í Austurlöndum nær. Enda lítið gagn að honum. Annars hefur SF færzt stöðugt til hægri síðustu áratugina með það markmið að komast inn í hlýjuna, sem tókst þó ekki fyrr en 2011 og er núna bara eins og útibú frá Socialdemoktratiet, svo að ást þeirra á ESB er samtvinnuð Soc.
En hins vegar er Enhedslisten, sem er samsteypa mismunandi vinstriflokka, bæði andsnúið ESB og NATO og hafa úrsögn á stefnuskránni, sem mun sennilega aldrei verða af.
Aztec, 14.10.2013 kl. 00:12
Annars hefur Svavar Gestsson alltaf verið álitinn stofukommúnisti, enda var hann í miklu uppáhaldi hjá hægrimönnum eftir að hann varð félagsmálaráðherra 1971 og lét það verða sitt fyrsta verk að setja lögbann eða eitthað svipað á fóstruverkfallið (leikskólakennarar voru í þá daga kallaðar fóstrur). Sennilega í góðri sátt við Ragnar Arnalds, sem var fjármálaráðherra og var líka stofukommúnisti (að sögn marxistanna).
Aztec, 14.10.2013 kl. 00:19
Þakkir fyrir fróðleikinn um málefni Dana, María! (Aztec).
Jón Valur Jensson, 15.10.2013 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.