Hégómi, heimska og hlátur í utanríkisþjónustunni

Utanríkisþjónustan ætlaði Íslandi sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem við áttum að ráða ráðum heimsbyggðarinnar ásamt öðrum stórveldum. Sama embættismannalið tók þátt í blekkingarherferð Samfylkingarinnar um að Íslandi væri best borgið í Evrópusambandinu.

Embættismannaliðið í utanríkisþjónustunni er ekki í neinum tengslum við íslenskan veruleika. Liðið þrífst í alþjóðaumhverfi hégóma sem verður að hreinni heimsku þegar kröfur eru gerðar um að Ísland stilli upp álíka sendinefndum og stórþjóðir.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ætti ekki að láta hégómlega liðið í utanríkisþjónustunni telja sér trú um að hlegið sé að Íslandi vegna þess að við mætum ekki með sendinefnd í eitthvað krummaskuð Evrópu þar sem diplómatar éta, drekka og gista á kostnað almennings án þess að sýna nokkurn afrakstur annan en tölvuskrifaðar prótókollur sem enginn les.

Verkefnið er að skera niður utanríkisþjónustuna og leggja niður sendiráð. Fyrirkomulag sendiráða þróaðist eftir Vestfalíufriðinn á 17. öld og er algerlega úrelt fyrirbrigði.  Farandsendiherra, staðsettur á Íslandi, getur á einum degi komist til flestra heimshorna

Það sóun á peningum að halda uppi óþörfum sendiráðum í útlöndum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér fyrir Páll Vilhjálmsson, þörf orð og gagnleg.

Var það ekki Borgarnes ræðu kerlingin hún  Ingibjörg Sólrún sem hamaðist við að spara okkur peninga með því að reina að smíða sér sæti úr íslenskum svita á einhverju heimsráði, við undrun vitrænna? 

Skyldi Össur svili, sem var í samningaviðræðum við Evrópuþrælahaldaranna um ekki neitt annað en mat og vín , hafa verið ódýrari? 

Stórkostlegt þetta fyrirbæri Íslenskir Kratar með vínarbrauðs sáldrið á boðungunum sem einkennis merki. 

En hvernig er það, stafar en þá hætta af Borgarnes ræðu kerlingunni, eða er hún hætt á rólinu eins og Gilitrutt?   

Hrólfur Þ Hraundal, 12.10.2013 kl. 11:41

2 Smámynd: Davíð

Frábær skrif hjá þér, meira svona takk.

Davíð, 12.10.2013 kl. 12:00

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já sæll! Hrólfur meistari.

Helga Kristjánsdóttir, 12.10.2013 kl. 14:10

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thad maetti hjukra og mennta marga fyrir tha fjarmuni sem utanrikisthjonustan getur svo sannarlega dregid saman i sinum rekstri. Oskandi ad nuverandi stjorn sjai soma sinn i thvi ad skera utan af thessum oskapnadi.

Halldór Egill Guðnason, 12.10.2013 kl. 14:47

5 Smámynd: Björn Emilsson

Það er engin þörf á þessum sendiráðum. sýnist mér. Eg hef lengi búið erlendis, bæði austan hafs og vestan en aldrei þurft á ´þjónustu´ þeirra að halda, utan einu sinni, en var þá visað til ráðuneytis á Islandi. Maður hefur það einhvernvegin á tilfinningunni, að þeir séu upp yfir það hafnir að tala við venjulegt folk.

Björn Emilsson, 12.10.2013 kl. 22:08

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Áttu í fórum þínum lista yfir þörf sendiráð ?

Steingrímur Helgason, 12.10.2013 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband