Mistökin fyrir hrun og mistökin eftir hrun

Ekki má á milli sjá hvort verri mistök voru gerð fyrir hrun, t.d. með einkavæðingu bankanna og að eftirlitskerfið sá í gegnum fingur sér bankarnir blésu froðu í efnahagsreikning sinn, eða eftir hrun þegar útlendingar fengur þrotabú bankanna á gjafverði og Steingrímur J. reyndi fyrir sér sem bankastjóri í fjármálaráðuneytinu með hörmulegum afleiðingum.

Þótt sjálfsagt sé að þjarka nokkur ár enn um hvar ábyrgðin liggur og hvernig henni skuli skipt þá er brýnna að draga lærdóma af hruninu.

Lærdómur númer eitt: einkaaðilum er ekki treystandi fyrir bankakerfinu í heild sinni. Ergó: Landsbankinn verður ríkisbanki í fyrirsjáanlegri framtíð.


mbl.is „Seldi“ ríkið bankana of lágu verði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband