Fimmtudagur, 10. október 2013
ESB-sinnar taka banka umfram fólk
Æ betur kemur á daginn að ESB-sinnar meta dauð verðmæti umfram lifandi; banka umfram fólk. Einn ötulasti talsmaður ESB-sinna er Andri Geir Arinbjarnarson. Rök Andra Geirs eru að verðlag á grískum bönkum sanni ágæti ESB-aðildar. Gefum Andra Geir orðið:
Gott dæmi sem sýnir muninn á evrunni og krónunni er staða grískra og íslenskra banka. Bæði löndin lentu illilega í hruninu. En fimm árum síðar eru grískir bankar eftirsóknaverðir á alþjóðlegum markaði og hafa hækkað um 46% í kauphöllinni í Aþenu á þessu ári og markaðsvirði þeirra er nú um 0.8 af bókfærðu virði sem mun gera grísku ríkisstjórninni mun auðveldara að selja sinn hlut á viðunandi verði.
Grískir bankar eru sem sagt í góðum málum, þökk sé evrunni. En hvað með grískan almenning? Jú, þar er tæplega 30 prósent atvinnuleysi. Skýrsla Rauða krossins, sem Evrópuvaktin tíundar, segir að sjálfsvíg kvenna hafi tvöfaldast í kreppunni og að harðfullorðið fólk með börn flytji heim til foreldra sína á ný.
Gríska þjóðin stendur frammi fyrir samfélagshruni. En bankarnir gera það gott. Og ESB-sinnar á Íslandi kætast.
Athugasemdir
Þú gleymir Gullinni dögun sem er með því óhugnanlegasta sem sést hefur í Evrópu í langan tíma.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 19:54
auðvitað erum við ESB sinnar andskotinn í felulitum
Rafn Guðmundsson, 10.10.2013 kl. 20:30
Rafn, áttu til einhver rök? Þú vilt kanski útskýra hvers vegna ástandið er svona "gott" í Grikklandi.
Þorgeir Ragnarsson, 11.10.2013 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.