Hatrið á Íslandi hjá Þórði og Agli Helga

Andstyggð sumra fjölmiðlamanna á Íslandi brenglar dómgreind þeirra. Þórður Snær Júlíusson skrifar grein í Kjarnann um hversu handónýtt Ísland. Egill Helgason tekur undir. Þórður Snær kemst svo að orði:

En höfuðsökin liggur í því að hér hefur, og hefur alltaf verið, efnahagskerfi við lýði sem er arðbært fyrir lítinn hóp en gríðarlega kostnaðarsamt fyrir þorra þjóðarinnar.

Ísland er með alþjóðlegt vottorð upp á efnahagslegt jafnrétti. Samt segja þeir Þórður Snær og Egill að efnahagskerfið sé skipulagt í þágu fárra auðmanna en almenningur lepji dauðann úr skel. Þvættingurinn er svo óheyrilegur að hann er ekki umræðuhæfur.

Evrópusambandið er fyrirmyndarríki þeirra Þórðar Snæs og Egils. Evrópuvaktin segir okkur frá stöðu mála þar:

Evrópa er að sökkva í langvarandi og djúpa fátækt, fjölda atvinnuleysi, þjóðfélagslega útskúfun,vaxandi efnamun og allsherjar örvæntingu vegna aðhaldsstefnu síðustu fjögurra ára, segir í nýrri skýrslu alþjóðasamtaka Rauða Krossins, sem birt verður í dag.

Næsti snúningur Þórðar Snæs og Egils á sannleikanum væri að kenna íslensku krónunni um ófarir Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst nú Egill duglegri við að uppfræða okkur íslendinga t.d. um menningu okkar og sögu en margir aðrir sem og að Þórður er duglegur um að koma með lausnir fyrir okkur til framtíðar m.a. með samvinnu við aðrar þjóðir.

Finnst aftur á móti Páll og félagar m.a. á Evrópuvaktinni mættu alveg skoða hvaða framtíð það sé sem þeir vinna dag og nótt að því að boða fyrir Ísland. Gæti sem best trúað að hún yrði í formi þess að flest ungt fólk hefði ekki mikin áhuga á að vera hér lengur og vinna í fiski og álverum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.10.2013 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband