Fimmtudagur, 10. október 2013
Vinnumenning og vöggustofa Sjálfstæðisflokksins
Unglingar vinna á Íslandi, sumarvinnu til að byrja með og oft hlutavinnu með framhaldsskóla- og háskólanámi. Löng hefð er fyrir vinnu unglinga og almenn sátt um hana.
Atvinnuþátttaka unglinga gerir þá sjálfstæðari og þeir fá reynslu af öðru starfsumhverfi en skólum. Fæstir þeirra sem eru komnir á fullorðinsár hefðu viljað missa af tækifærinu sem þeir fengu til að kynnast atvinnulífinu á unglingsárunum.
Ein afleiðingin af vinnu íslenskra unglinga er að þeir útskrifast að jafnaði árinu seinna úr framhaldsskólum en tíðkast með nágrannaþjóða.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins ætlar að knýja unglinga til að ljúka framhaldsskólanum fyrr en tíðkast. Það verður ekki gert nema með því að takmarka vinnu unglinga.
Einu sinni stóð Sjálfstæðisflokkurinn fyrir önnur gildi en vöggustofunnar.
Ungmenni á Íslandi vinna mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.