Miðvikudagur, 9. október 2013
ASÍ ómarktæk samtök
Án umboðs frá félagsmönnum sínum barðist Alþýðusamband Íslands fyrir sértrúarstefnu Samfylkingar um að Ísland skyldi segja sig til sveitar hjá Evrópusambandinu. Skrifstofufólkið hjá ASÍ hefur ekki beðið almenning afsökunar á misnotkun samtakanna í þágu sértrúarstefnunnar.
Í áróðri sínum fyrir ESB-aðild dró ASÍ fjöður yfir fjöldaatvinnuleysi í jaðarríkjum evru-svæðisins og fegraði stöðu mála í Evrópusambandinu.
Vinnubrögð ASÍ í Evrópumálum gera samtökin ómarktæk í umræðunni.
Fjárlagafrumvarpið vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já er það... ekki viss um að verkalýðsforustumenn á Akureyri taki undir með þér...þeir eru allir Framsóknarmenn.
Jón Ingi Cæsarsson, 9.10.2013 kl. 19:40
Héldu þessir framsóknarmenn uppi miklum áróðri um ágæti ESB jón Ingi?
Annars botna ég ekkert í samhengi athugasemdarinnar, frekar en öðru nöldri frá þér.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2013 kl. 20:43
þetta er rétt hjá ASI þarna eða hvað?
Rafn Guðmundsson, 9.10.2013 kl. 21:06
Haha, æi eigum við nokkuð að vera að fá Jón Inga Cæsarsson til að koma inn aftur til að útskýra vitleysuna í sér?
Guðni Karl Harðarson, 9.10.2013 kl. 22:06
Nei nei Guðni minn, en Rafn er eitthvað óskiljanlegur líka,svolítið holur,minnir á Hávamál, Asi,þat rett et hvað,? Vona að Óðin fyrirgefi mér.
Helga Kristjánsdóttir, 10.10.2013 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.