Lyklafrumvarp, skuldir og ríka fólkið

Lyklafrumvarp, sem leyfir fólki að skila eignum sínum og með áhvílandi skuldum, gæti hugsanlega haldið aftur af bólumyndum á fasteignamarkaði í framtíðinni. Slík lög breyttu í engu um stöðu skuldara í dag.

Í frétt RÚV um nýja skýrslu Seðlabankans kemur fram

Hrein eigna heimila án lífeyrissparnaðar jókst verulega á síðasta ári, fór úr 106 í 115 prósent af landsframleiðslu.

Færri glíma við skuldavanda nú en áður. 2010 skulduðu rúm 35 prósent einstaklinga 95 prósent eða meira af eignum sínum. Það hlutfall er nú komið niður í rúmlega 31 prósent. Í fjármálastöðugleikariti Seðlabanka segir að hvort sem litið sé til fjárhæðar skulda eða fjölda einstaklinga séu þeir sem skulda mest flestir í hópi þeirra tekjuhæstu.

Þökk sé krónunni tókst að halda atvinnuframboði nægu. Fólk með vinnu getur borgað skuldir sínar og bætir eignastöðu sína. Verkefni stjórnvalda er að tryggja stöðugleika en ekki stunda hagpólitíska loftfimleika sem helst koma þeim tekjuhæstu til góða.


mbl.is Erfitt að koma við afturvirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta myndi gagnast fórnarlömbum hrunsins ef hámark ráðstöfunar söluandvirðis veðandlags myndi líka ná til þeirra sem þegar hafa misst heimil sín í hendur kröfuhafa. Þeir ættu þá rétt á endurgreiðslu.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2013 kl. 16:25

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ef afturvirkni stenst ekki stjórnarskánna sem flest bendir til að sé staðan þá mun þetta ekki ná til þegar tekinna lána og þaðan af síður lána þeirra sem þegar eru orðnir gjaldþrota.

Það að fyrri ríkisstórn setti ekki lyklalög er einmitt vegna þess að það gagnast ekki þeim sem eru í skuldavanda og getur jafnvel gert illt verra vegna þess að lánveitendur gætu þá verið tregir til að endurfjármagna lán þeirra sem eru í vanskilum vegna þess að lyklafrumvarpið næði þá til nýju lánanna en ekki þeirra gömlu. Þeir misstu þá réttin til að ganga að öðrum eignum þeirra næstu árin með því að endurfjármagna lánin.

Það var því vegna hagsmuna lántaka en ekki lánveitenda sem fyrri ríkisstjórn vildi ekki fara þessa leið.

Sigurður M Grétarsson, 8.10.2013 kl. 16:50

3 Smámynd: Agný

Hvernig er hægt að hafa launahækkanir "afturvirkar" til þeirra sem fengu núna fyrir stuttu síðan þannig launahækkun, ef það er þá ekki hægt að hafa þetta afturvirkt? En það er slatti launahækkun sem ég er að tala um nálægt 300.000 og margfalðið það svo x 12 mán afturvirkt..Þá er þetta ekkert vesen...En eins og venjulega er mikill munur á "bara" Jóni og "séra" Jóni ..það er sko lýðnum löngu ljóst!

Agný, 9.10.2013 kl. 01:28

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Agný. Það er hægt að semja um allt í samningum. Það er einnig hægt að hafa allt afturvirkt sem sá sættir sig við sem hefur óhagræðið af því. Ef allir lánveitendur sætta sig við afturvirkni lyklafromvarps þá gengur það upp. En ef einn þeirra vill það ekki þá verndar stjórnarskráin hann fyrir því að þurfa að sætta sig við það.

Sigurður M Grétarsson, 9.10.2013 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband