Mánudagur, 30. september 2013
Uppgjör bankanna og ríkissjóður
Við uppgjör þrotabúa bankanna verður til svigrúm upp á tugi milljarða í það minnsta. Þetta svigrúm á að nota til að rétta halla ríkissjóðs og aflétta gjaldeyrishöftum.
Framsóknarflokkurinn, sem lofaði niðurfellingu skulda og bótum til fasteignaeigenda sem áttu froðueign á tímum útrásar, verður að viðurkenna að engir peningar eru til í slíkar aðgerðir.
Réttar ákvarðanir núna skapa forsendur stöðugleika. Ef áfram verður haldið á lofti órakenndum loforðum verður óstöðug gullgrafarastemning í þjóðfélaginu næstu tvö til þrjú árin og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs endar í tárum.
Vaxtaútgjöld hafa fjórfaldast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef greiddir eru vextir, þá hlýtur að vera skuld. Almenningur á heimtingu á að fá nákvæmar upplýsingar um þessar skuldir ríkissjóðs, - hverjum er skuldað, hversu mikið og fyrir hvað ?
Tryggvi Helgason, 30.9.2013 kl. 15:17
http://betrapeningakerfi.is/bref-til-hagraedingarhops/
Guðmundur Ásgeirsson, 30.9.2013 kl. 15:26
Skuldirnar eru að stórum hluta lán tekinn rekstur ríkisins frá hruni og lán tekinn gjaldeyrir (AGS + lán norðurlanda) og aukin vaxtakostnaður vegna endurfjármögnunar þeirra sem fóru þá úr tæplega 3% i tæplega 6%.
Skuldir þegar að síðasta ríkisstjórn tók við voru um1370ma em vi stjornarskipti nú i vor voru skuldirnar metnar uþb 2060ma og þá ekki tekið tillit til undarlegra færslna vegna íbúðalánasjóðs sem og uþb 35ma meiri halla a fjárlögum 2012-13 en ráð hafði verið get.
Óskar Guðmundsson, 30.9.2013 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.