Samfylkingardeild sjálfstæðismanna veikist

Jórunn Frímannsdóttir var stuðningsmaður Samfylkingar í Sjálfstæðisflokknum. Hún var hlynnt ESB-aðild Íslands og talaði fyrir stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna.

Samfylkingardeild sjálfstæðismanna notar gjarnan orðið ,,frjálslyndi" um sig, sem oftar en ekki vísar til tækifærismennsku og skorts á prinsippum.

Efnahagsstefna samfylkingardeildarinnar hefur verið keyrð suður með sjó undanfarin kjörtímabil af Árna Sigfússyni. Reykjanesbæ var sökkt í skuldir og margvíslegar leiðir fundnar til að auðga einstaklinga á kostnað almannahags.

Aðalhöfundur ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eftir kosningarnar 2007 var Þorgerður Katrínu Gunnarsdóttur þáverandi varaformaður. Þorgerður bjó ríkisstjórnina til með vinkonu sinni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

Mesta niðurlæging í seinni tíma sögu Sjálfstæðisflokksins var haustið 2008 þegar flokkurinn lét undan kröfu Samfylkingar um að efna til sérstaks landsfundar um Evrópumál, - gagngert í þeim tilgangi að samþykkja Evrópustefnu Samfylkingar.

Á landsfundinum í mars 2009 fékk samfylkingardeild sjálfstæðismanna mælingu. Deildin reyndist fámenn og lítilsmegandi. Almennir flokksmenn  höfnuðu Evrópustefnu deildarinnar. Eftir það hefur hægt en örugglega fjarað undan stoðdeild Samfylkingar í Sjálfstæðisflokknum. Góðu heilli.

 


mbl.is Jórunn dregur sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Að kalla alla þá sem ekki fylgja þröngri línu flokkseigendklíku Sjálfstæðisflokksins "Samfylkingardeild" er bara kjánalegt. Það að allt þetta fólk er að yfirgefa flokkin er skýr vottur um þá miklu og vaxandi skoðanakúgun sem er í Sjálfstæðisflokknum. Annað hvort gera menn eins og topparnir boða eða eru úti í kuldanum.

Ég held að það sé aðeins spurning um tíma hvenær þeir þingmenn og varaþingmenn flokksins sem eru hlyntir því að aðidlarviðræður við ESB verði kláraðar erði hraktir úr flokknum. Eftir mun þá sitja mun minni og einstrengislegri flokkur og það jafnvel öfgaflokkur sem ekki mun gera neinar stórar rósir. Þar innu munu þá vera menn sem eru annað hvort sannfærðir stuðningmenn flokkseigendaklíkunnar og þeir sem eru tilbúnir til að berjast gegn hagsmunum hennar gegn almannahagsmunum til þess eins að hljóta persónulegan frama.

Og að ætla að kenna Samfylkingunni um óráðsíuna í fjármálum Reykjanesbæjar er nú síðasta sort. Þetta er einfaldlega verk Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og að mestu leyti í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Sigurður M Grétarsson, 28.9.2013 kl. 11:09

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sigurður M Grétarsson.

Þú tekur djúpt í árinni að segja „allt þetta fólk” sem þú segir vera að yfirgefa flokkinn. Nokkrir þekktir, sem má telja á fingrum annarrar handar, gengu úr flokknum vegna þessarar afstöðu landsfundar. Sýnir kannski lýðsræðisást þeirra að sætta sig ekki við niðurstöðu kosninga. Ég hef rætt við marga sem voru á þessum fræga landsfundi, og af þessum um það bil 1.600 manna landsfundi, þá var ljóst við skíra afstöðu í kosningunnni að það voru 20-40 sem vildu ESB en flokkseigandaklíkan, sem þú kallar svo, hinir 1.550 um það bil vildu skíra afstöðu gegn því að ganga í ESB.

Þá ýjuðu formaður og Kristinn Guðfinnsson að því hvort ætti að ganga til að ræða þetta við þessa örsmáu ESBklíku 20-40 manna á fundinum um málamiðlun, þá voru þeir hrópaðir niður með svo eftirminnilegum hætti að annað eins hefur aldrei sést á landsfundum í manna minnum.

Sjálfstæðisflokkurinn var augljóslega leiður á þessum endalausu málamiðlunum og undanlátssemi frá skírri stefnu flokksins um áratugi í svo mikilvægu máli, einungis til að þjónka þessari ESB örklíku innan Sjálfsstæðisflokksins.

Ég hallast að því að þetta sé rétt hjá bloggvini mínum Páli Vilhjálmssyni að þessir í ESBklíkunni séu bara með vitlaust flokksskírteini. Þeir eiga sennilega best heima í 12,9% flokki Samfylkingar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lítið að gera við Quislinga af slíkri gerð.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.9.2013 kl. 11:33

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hefur þú ekki vitsmuni til þess að fjalla um eitthvað annað en ESB?

Sleggjan og Hvellurinn, 28.9.2013 kl. 13:52

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Páll og Predikarinn hafa mikið til síns máls hér. Það var mjög lítill en áhrifamikill hópur í Sjálfstæðisflokknum sem keyrði ESB- stefnuna þvert á 75% flokksmanna og fylgdi Samfylkingu að málum, sem klauf flokkinn frá 2006 til 2012. Heildarsamtök atvinnulífs og iðnaðar voru og eru í greip sama fólksins og reyna sig nú á þeim grundvelli þegar ekki verður lengur áfram komist í Sjálfstæðisflokknum með þetta helsta áhugamál þeirra, ESB- aðild Íslands. Peningaflæðið frá ESB til Íslandsvina ætti að finn sér helst leið þar núna, þegar flokkarnir gefa lítið af sér, ólíkt fyrri tímum með heilt ESB- gengi í tveimur stærstu flokkunum þá.

Ívar Pálsson, 28.9.2013 kl. 13:54

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það sem ég átti við var að þeir sem eru á annarri skoðun en flokkslínan eru hreinlega hraktir úr Sjálfstæðisflokknum. Það segir allt sem segja þarf um þá fullyrðingu að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylking þar sem rúmist fólk með margvíslagar skoðanir.

Staðreyndin er sú að samkvæmt skoðanakönnunum er hátt í helmingur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins sem vill klára aðildaviðræður við ESB og kjósa síðan um niðurstöðuna. Þetta er því ekki fámennur hópur innan flokksins en vegna þeirrar skoðanakúgunar sem nú viðgengst í flokknum eru fáir sem þora að viðurkenna það opinberlaga á landsfundi. Það sýndi sig á þarsíðasta landsfundi að fyrst var kosið með handauppréttingu um þá tillögu að draga aðildarumsókn til baka en síðan var kosningin endurtekin leynilega og þá var tillagan felld. Þetta segir allt sem segja þarf um það hversu hræddir þeir eru að tjá skoðanir sínar innan flokksins sem eru á annrri skoðun en flokkslínunni.

Sigurður M Grétarsson, 28.9.2013 kl. 14:16

6 Smámynd: K.H.S.

Menn kjósa flokk vegna flokkslínunnar. Hvað annað. Kjósa menn flokk bara útí loftið hjá þér Siggi. Bara svona hippum happs. Nei við með meiningar kjósum flokk sem er trúr stefnumálum sem okkur líkar. Ef menn eru ekki samála flokkslínunni þá bara bless. Flokkur er það sem hann boðar. Ekkert fals.

K.H.S., 28.9.2013 kl. 15:01

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég gat nú ekki annað séð en að flokksmenn hefðu sett stólinn fyrir dyrnar hjá forystunni. Það verði kosið um JÁ eða NEI varðandi aðildaviðræður og ekkert annað.

Fyrir nokkrum árum var kosið um það sama í utanríkisnefnd flokksins á landsfundi og sú tillaga sem gekk út að að slíta viðræðum var samþykkt. Þá upphófust mikil mótmæli þeirra sem urðu undir og með smölun varð niðurstaðan sú að Tómas Ingi lagði fram sáttatillögu sem var samþykkt.

Fyrir mínum bæjardyrum eiga hlutirnir að vera einfaldir, villtu sækja um aðild eða ekki. Ég skil ekki þegar fólk kemur fram með kannski mögulega hugmyndir. Það rímar ekki í mínum kolli því að undir fögru skinni reynst oft flagð hið versta.

Sindri Karl Sigurðsson, 28.9.2013 kl. 15:18

8 Smámynd: Billi bilaði

Lestu einhvern tíman sjálfur það sem þú skrifar, Páll?

Ertu algerlega samviskulaus?

Billi bilaði, 28.9.2013 kl. 21:53

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stórmerkilegt að það skuli einhverjir verja þá dauðastefnu að viðhalda íslenskri krónu til framtíðar, veit ekki hvort það er heimska eða barnaskapur ?

Jón Ingi Cæsarsson, 29.9.2013 kl. 09:47

10 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Páll - Prédikarinn - Ívar - Það er enginn hrakinn úr Sjálfstæðisflokknum vegna skoðana sinna - en ef fólk getur ekki verið sammála yfirgnæfandi meirihluta flokksmanna og vill fara annað þá er það þeirra ákvörðun. Ekki flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðislegur flokkur og meirihlutinn ræður för. Ég er ekkert alltaf sammála öllu sem er samþykkt - en - meirihlutinn ræður. Hitt er svo annað að þegar fólk ákveður að hætta í stjórnmálum - hvort sem um er að ræða Sjálfstæðismenn eða fulltrúa annara flokka þá er leitt ef viðkomandi fellur í þá gryfju að rakka flokkinn niður og bera honum á brýn að um fríki hafi verið að ræða eða eitthvað annað. Staðreyndin er einföld - við viljum lýðræði en ekki einræði.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.9.2013 kl. 05:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband