Krónan og fullveldið haldast í hendur

Hæstiréttur dæmir að allar útgreiðslur þrotabúa bankanna eigi að vera í krónum. Af þessu leiðir að allar eigur bankanna, erlendur gjaldeyrir og fasteignir og lausafé í útlöndum, eigi að skipta yfir í krónur áður en greiðslur eru inntar af hendi til kröfuhafa.

Dómur hæstaréttar styrkir fullveldisstöðu Íslands gagnvart kröfuhöfum. Valdatæki Seðlabankans gagnvart erlendum kröfuhöfum styrkist og gefur færi á skilvirkari afnámi gjaldeyrishafta.

Krónan er ein undirstaða fullveldis Íslands. Þeir sem vilja krónuna feiga grafa undan fullveldinu.


mbl.is Þurfa að endurreikna greiðslur upp á 835 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er aðeins rökrétt afleiðing þess að krónan sé lögeyrir landsins.

Útgreiðslur úr þrotabúum fara jafnan fram í lögeyri. 

Það kom svosem engum á óvart sem hefur kynnt sér málið.

Ekki frekar en niðurstaðan í Icesave dómsmálinu gerði.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.9.2013 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband