Lífstílsbarátta og samnefnarar samfélagsins

Hommum og lesbíum finnst nærri sér hoggið með kristinni samkomu og hafa boðið til einhvers konar and-samkomu. Í umræðu um lóð handa múslímum undir mosku var tekist á undir formerkjum trúar annars vegar og hins vegar mannréttinda.

Lífstílsbarátta, þar sem ólíkir hópar herja, ýmist innbyrðis eða á almenning, verður æ meira áberandi eftir því sem samnefnurum samfélagsins fækkar. 

Samfélagssamnefnarar eru í senn viðmið umræðunnar og vébönd. Eftir því sem þeim fækkar verður umræðan tætingslegri og kvikari. Þökk sé netmiðlum komast fleiri að með sín sjónarmið en ókosturinn er sá að raddir úr ruglheimum eiga jafn greiðan aðgang og skynsemisraddir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Það er rétt hjá þér Páll að samnefnarar samfélagsins, eins og þú orðar það, eru óðum að hverfa. Ísraelski prófessorinn Dr. Yuval Noah Harari hefur bent á, og rökstutt vel, að nánast allt sem við skilgreinum okkur út frá eru fyrirbæri sem kalla má "sameiginlegar ímyndanir". Í okkar póst-móderníska samfélagi verða allar viðteknar hugmyndir, "sameiginlegar ímyndanir" fyrir gagnrýni og niðurrifi (í póst-módernískum skilningi, þ.e. deconstruction). Afdráttarlausar skoðanir eru á undanhaldi, illa rökstuddar heimsmyndir sæta sífellt harðari árásum.

En er þetta vond þróun? Ég er ekki viss. Kannski þurfum við að leita að öðrum "sameiginlegum ímyndunum" sem við getum öll, meira eða minna, verið sammála? Alla vega á vesturlöndum: Lýðræði, réttlæti, frelsi til orðs og æðis, mannúð og samúð, rétt einstaklingsins til einkalífs. Málfrelsi er, að mínu mati, einhver allra mikilvægasta "sameiginlega ímyndunin", nokkuð sem við þurfum að standa vörð um.

Að "raddir úr ruglheimum" fái að heyrast er að mínu mati bara af hinu góða. Einn og einn "rugludallurinn" ratar á satt, af og til, og hinir opinbera skoðanir sínar og verða fyrir gagnrýni. Illa ígrundaðar skoðanir hverfa gjarnan eins og dögg fyrir sólu þegar þær líta dagsins ljós.

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.9.2013 kl. 05:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband