ESB-sinnar gefast ekki upp á blekkingunni

Evrópuumræðan stóð linnulaust allt síðasta kjörtímabil. Í þeirri umræðu var öllum steinum velt í leit að rökum með og á móti. Niðurstaðan var afgerandi: Íslendingar vilja ekki inn í Evrópusambandið.

Jóhönnustjórnin og Evrópustofa með 200 milljónir króna í áróðursfé tóku höndum saman um að sannfæra þjóðina um hið gagnstæða. En allt kom fyrir ekki. Eini flokkurinn sem bauð fram ESB-aðild, Samfylking, fékk 12,9% fylgi í vor.

ESB-sinnar hreiðra gjarnan um sig í  stofnunum. Núna ætla þrjár slíkar, ASÍ, SA og Viðskiptaráð að blása lífi í samfylkingarmálið. Fyrsta skrefið er að tjasla saman gömlu tuggunni um að þjóðin verði að fá samning til að kjósa um. 

Samtökin telja öll æskilegt að aðildarviðræðum við ESB verði lokið og að besti fáanlegi samningur um aðild verði borinn upp í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur reyndi í fjögur ár að fá samning við Evrópusambandið en fékk ekki. Ástæðan er sú að Evrópusambandið býður ekki upp á samning í venjulegum skilningi þess orðs heldur aðlögunarferli inn í sambandið.

Í útgáfu sambandsins, ,,Understanding Enlargement, the European Union’s Enlargement Policy” (Stækkun útskýrð, stefna ESB í stækkunarmálum) segir eftirfarandi

Hugtakið ,,samingaviðræður” getur verið misvísandi. Aðlögunarsamningar einblína á skilyrði og tímasetningar á því hvenær og hvernig umsóknarríki lagar sig að reglum ESB - sem telja um 100 þúsund blaðsíður. Og þessar reglur (einnig þekktar undir nafninu acquis, sem er franska fyrir ,,það sem hefur verið samþykkt) eru ekki umsemjanlegar.

ASÍ, SA og Viðskiptaráð skilja ekki einföldustu grunnatriði aðildarferlisins inn í Evrópusambandið. Þessi samtök virða heldur ekki niðurstöður lýðræðislegra kosninga. Af því leiðir á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja ASÍ, SA og Viðskiptaráði að éta það sem úti frýs.
mbl.is Vilja gera úttekt á stöðu ESB-viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Hárrétt, Páll. ASÍ, SA og Viðskiptaráð eru samtök á villigötum sem fara langt út fyrir umboð sinna félaga, enda er fólk almennt gegn aðild að ESB. Ég sá mig tilneyddan til að segja fyrirtæki mitt úr Viðskiptaráði eftir áratuga aðild, þar sem samtökin eru einbeitt í því að koma Íslandi í ESB. En fólk kemst ekki svo auðveldlega úr ASÍ og SA!

Ívar Pálsson, 26.9.2013 kl. 07:57

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

mér finnst þetta glæsilegt hjá þeim

Rafn Guðmundsson, 26.9.2013 kl. 08:11

3 Smámynd: Hrafn Arnarson

Evrópusambandið getur farið fram á að umsóknarríki komi til móts við ákveðin viðmið (e. benchmarks) áður en viðræður um tiltekinn samningskafla hefjast eða þeim lýkur. Í því getur falist aðlögun að regluverki sambandsins. Of snemmt er að segja til um hvort sambandið muni krefja Ísland um aðlögun að regluverki ESB í viðræðuferlinu, umfram þá aðlögun sem felst í EES-samningnum. Íslensk stjórnvöld líta svo á að ráðast eigi í þær breytingar sem gera þarf vegna aðildar að fenginni niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að ESB. Verði það mat stjórnvalda að það þjóni hagsmunum Íslands að ráðast í afmarkaðan undirbúning fyrr, yrði það háð sérstakri ákvörðun sem tekin yrði í samráði við Alþingi.

***

ESB hefur sett fram kröfur um að íslensk stjórnvöld leggi fram áætlun um innleiðingu á lögum og reglum ESB á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar. Deilt er um hvort þessar kröfur feli í raun í sér kröfur um aukna aðlögun að regluverki ESB, áður en aðild hefur verið samþykkt. Sjá nánar í svari við spurningunni Hefur ESB krafið Ísland um aðlögun að regluverki sambandsins á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar?

Til þess að geta orðið aðili að ESB þurfa umsóknarríki að uppfylla svokölluð Kaupmannahafnarviðmið (e. Copenhagen criteria). Þau eru:

stöðugt stjórnarfar og stofnanir, sem tryggja lýðræði, réttarríki, mannréttindi og vernd minnihlutahópa;

virkt markaðshagkerfi, sem hefur burði til að takast á við þá samkeppni sem fylgir þátttöku á innri markaði ESB;

geta og vilji til að samþykkja og innleiða regluverk ESB og grundvallarmarkmið sambandsins í stjórnmálum og efnahagsmálum.

Ef Ísland gengur í ESB mun reyna hvað mest á að stjórnsýslan hafi frá upphafsdegi aðildar getu til að beita og framfylgja því regluverki ESB sem ekki hefur verið innleitt nú þegar á grundvelli EES-samningsins og Schengen-samstarfsins. Þar er einna helst um að ræða reglur um sjávarútveg, landbúnað og dreifbýlisþróun, umhverfismál, efnahags- og peningamál, tollabandalag, skattamál, hagskýrslur, matvælaöryggi, heilbrigði dýra og plantna og svæðastefnu (byggðastefnu).

Tveimur árum eftir stækkun ESB til austurs árið 2004 samþykktu aðildarríkin nýja sameiginlega afstöðu um stækkunarferlið (e. renewed consensus on enlargement). Í henni leggur sambandið ákveðnar meginlínur sem eiga að tryggja að ný aðildarríki séu þegar við aðild reiðubúin til að taka á sig þær skuldbindingar sem samið hefur verið um í aðildarviðræðunum og uppfylla þær. Í þessu felst meðal annars að ESB getur lagt til að viðræður um tiltekna samningskafla hefjist eða ljúki ekki fyrr en umsóknarríkið hefur komið til móts við ákveðin viðmið eða skilyrði. Ef umsóknarríki verður ekki við því er hægt að fresta viðræðum.

ESB getur farið fram á að umsóknarríki komi til móts við ákveðin viðmið áður en viðræður um tiltekinn samningskafla hefjast eða þeim lýkur.

Almenn afstaða ESB (e. General EU Position) gagnvart aðildarumsókn Íslands var sett fram á ráðherrafundi ríkjaráðstefnunnar um opnun viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu í Brussel 27. júlí 2010. Í henni kemur fram að ekki sé nauðsynlegt að fastsetja nákvæmar tæknilegar aðlaganir Íslands að regluverki ESB meðan á aðildarviðræðunum stendur. Það verði gert í samráði við Ísland og samþykkt af stofnunum Evrópusambandsins með góðum fyrirvara með það að markmiði að aðlaganir taki gildi á aðildardegi.

Ísland verði hins vegar að tryggja að stofnanir landsins, stjórnunargeta og stjórnsýslu- og dómskerfi hafi verið efld nægilega til þess að hrinda regluverki sambandsins í framkvæmd á skilvirkan hátt eða, eftir því sem við á, geti framkvæmt það með skilvirkum hætti með góðum fyrirvara áður en til aðildar kemur. Það kalli almennt á vel starfrækta og stöðuga opinbera stjórnsýslu, sem er byggð á skilvirkri og óhlutdrægri opinberri þjónustu, og óháð og skilvirkt dómskerfi. Nánar tiltekið þarf að vera fyrir hendi nauðsynleg geta og skipulag fyrir trausta stjórnun styrktarsjóða ESB og eftirlit með þeim að vera skilvirkt í samræmi við regluverkið.

Í almennu afstöðunni segir enn frekar að ráðið muni mæla fyrir um viðmið sem snerta bráðabirgðaafgreiðslu samningskafla og, eftir því sem við á, upphaf viðræðna um hvern kafla. Nákvæmu viðmiðin muni meðal annars vísa til aðlögunar íslenskrar löggjafar að regluverki ESB og til þess hvort staðið hafi verið með fullnægjandi hætti að innleiðingu meginþátta regluverksins og sýnt fram á getu stjórnsýslu og dómstóla. Ennfremur segir að í ljósi þess hversu vel á veg undirbúningur Íslands sé kominn ásamt efndum á skuldbindingum sem fylgja regluverkinu, meðal annars á þeim sviðum sem falla undir EES-samninginn og Schengen-samstarfið, geti ESB, í undantekningartilvikum, ákveðið að ekki sé þörf á viðmiðum til að hægt sé að afgreiða kafla til bráðabirgða. Ef samningaviðræðurnar standi yfir í langan tíma eða ef kafli er endurskoðaður síðar til þess að fella inn í hann ný atriði, svo sem nýtt regluverk, kunna gildandi viðmið að verða uppfærð.

Loks er skýrt frá þeirri kröfu Evrópusambandsins að Ísland felli í áföngum, á tímabilinu fram að aðild, stefnumið sín gagnvart þriðju löndum og afstöðu sína innan alþjóðastofnana að þeim stefnumiðum og afstöðu sem Evrópusambandið og aðildarríki þess hafa samþykkt.

Af þessu má sjá að ekki er útilokað að ESB krefjist aukinnar aðlögunar Íslands að reglum sambandins á meðan á aðildarviðræðum stendur. Spurningin er hvort íslenskum stjórnvöldum takist að komast hjá þess konar aðlögun með því að leggja í staðinn fram nákvæmar áætlanir um hvernig Ísland ætli að innleiða lög og reglur ESB eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, ef niðurstaða hennar yrði jákvæð.

Samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis frá maí 2011 miða íslensk stjórnvöld ekki við annað í sínum undirbúningi en að ráðist verði í þær breytingar sem gera þarf vegna aðildar að fenginni niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að ESB. Verði það mat stjórnvalda að það þjóni hagsmunum Íslands að ráðast í afmarkaðan undirbúning fyrr, vegna þess hve flókinn og tímafrekur hann er, þá yrði það háð sérstakri ákvörðun sem tekin yrði í samráði við Alþingi. Samkvæmt skýrslunni, sem var skrifuð í maí 2011, hafði þegar hafist undirbúningur að greiningu á því hvort þess muni gerast þörf.

Heimildir og mynd:

Rýniskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um landbúnað og dreifbýlisþróun

Almenn afstaða ESB - Lögð fram á ráðherrafundi ríkjaráðstefnunnar um opnun viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu (Brussel 27. júlí 2010)

Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis í maí 2011

Enlargement strategy 2006-2007: challenges and integration capacity

Framkvæmdastjórn ESB: Iceland 2011 Progress Report

Mynd sótt 1.12.2011 af heimasíðu Novonite: Sofia News Agency

Hrafn Arnarson, 26.9.2013 kl. 08:28

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvað er svona glæsilegt, Rafn?????

Jóhann Elíasson, 26.9.2013 kl. 09:27

5 Smámynd: rhansen

Gylfi Arnbjörnss..er að flippa út ..og finnur að hann er bæði að missa tögl og haldir og margir vilja hann burtu !...það væri glæsilegt að fá nyja forustu hja ASI , nær mönnum og málefnum i þessu landi og helst ekki seinna en núna !

rhansen, 26.9.2013 kl. 09:45

6 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Í viðræðuramma ESB og Íslands (Negotiating Framework - Principles governing the negotiations) kemur skýrt fram að einu frávikin frá lagabálki ESB (acquis) sem Íslandi standi til boða séu tímabundin.

"The Union may agree to requests from Iceland for transitional measures provided they are limited in time and scope, and accompanied by a plan with clearly defined stages for application of the acquis." (Gr. 25)

Þar segir ennfremur:

"In all areas of the acquis, Iceland must ensure that its institutions, management capacity and administrative and judicial systems are sufficiently strengthened with a view to implementing the acquis effectively or, as the case may be, being able to implement it effectively in good time before accession." (Gr. 28)

Sjá hér:

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/iceland/st1222810_en.pdf

Svavar Alfreð Jónsson, 26.9.2013 kl. 10:26

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég segi bara ef það á að fara fram hlutlaus óháð rannsókn, þarf að byrja á að viðurkenna að hér erum aðlögunarviðræður að eiga en ekki samningaviðræður.  Þegar menn hafa viðurkennt þá staðreynd, geta þeir byrjað á sinni hlutlausu og óháðu rannsókn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2013 kl. 10:38

8 Smámynd: Hrafn Arnarson

Jóhannes, ertu að spyrja mig??!!

Svavar; allt þetta kemur fram í svörum Evrópuvefsins.

Er það ekki merkilegt að SA, VI, og ASI eru sammála um mikilvægi þess að halda viðræðum áfram?

Hrafn Arnarson, 26.9.2013 kl. 11:43

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað er svona merkilegt við það Hrafn,? Það eru stjórnendur þessara samtaka ,sem geyma leyndarmálið um mikilvægi þess fyrir eigin hag að vinna fyrir inngöngu í ESB.,eða hafa meðlimir þessara samtaka gefið þeim umboð til þessa offors?

Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2013 kl. 12:49

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hættið bara þessu óvinnandi verki að standa á móti þróuninni. Það er alveg sama hve sérhagsmunaaðilar moka miklum peningum í allskyns vitleysisáróður gegn aðild íslands að Sambandinu. Við erum að tala um óstöðvandi þróun.

Álíka og Kristnitökuna. Þá voru líka margskonar þverhausar og sérhagsmunamenn sem ætluðu að standa í vegi fyrir þeirri þróun að Ísland yrði fullur og formlegur aðili að Kristnisambandi Evrópu.

Svo virtist á tíma sem andstæðingar Kristnisambandsins hefðu náð að stoppa þróunina og hrökktu meðal annars Hjalta Skeggjason úr landi fyrir gamanvísu.

Nú, örstuttu seinna sneri Hjalti aftur og Gissur Hvíti með honum og hvort Síðu-Hallur var ekki þar framallega líka - og á örskotsstundu var Ísland komið í Kristnisamband Evrópu. Vegna þess að það var bara óhjákvæmileg þróun.

Það sama mun gerast varðandi aðild landsins að ESB.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.9.2013 kl. 18:19

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ásthildur. Af hverju ættu menn að viðurkenna eitthvað sem er bull? Við erum alls ekki í aðlögunarviðræðum eða aðlögunerferli vegna ESB umsóknar okkar heldur erum við í samningaviðræðum. Það skiptir engu máli hversu oft Páll og aðrir ESB andstæðingar ljúga öðru það heldur semt áfram að vera lygi. Þetta kemur allt skýrt fram í því sem Hrafn hefur vitnað í hér.

Helga. Aðild að ESB mun bæta lífskjör almennings og eru því klárlega hagsmunir umbjóðenda stéttafélaganna sem þarna er verið að vinna að. Öðru máli gegnir um sérhagsmuni þeirra sei eiga og reka áróðurssmepilinn Morgunblaðið í því að standa utan ESG.

Sigurður M Grétarsson, 26.9.2013 kl. 22:30

12 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það kemur hér alveg skýrt og greinilega fram í kommenti Ómars Bjarka Kristjánssonar hér að ofan, að ESB aðild eru fyrir honum einu sönnu trúarbrögð.

Gunnlaugur I., 26.9.2013 kl. 22:39

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sigurður M. Grétarsson, hér lýgur enginn Esb,andstæðingur,allir sem einn vitna í regluverk sambandsins,þess sem umsóknar aðildarlöndum er gert að kynna sér og taka upp,rækilega skýrð af hálfu Esb.jafnvel varað við að misskiljist. Lygin um pakkann kom frá vinstristjórninni íslensku.

Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2013 kl. 23:43

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kristnitakan eða aðild Íslands að Kristnisambandi Evrópu var náttúrulega bara pólitík. Þróunin varð á þann hátt, að óhjákvæmilegt var annað en Ísland gerðist aðili að þeirri þróun. Þetta er ekkert svona flókið eða erfitt að skilja. En jú jú, pólitík getur beisiklí verið nokkurskonar trú. Td. er vel þekkt hér á landi að taka Sjallatrú. Það er vel þekkt.

Nú, Það sýnir vel hve aðildin að Kristnisambandinu var pólitísk að svo er að skilja á takmörkuðum vitnisburðu um þróunina að Síðu-Hallur hafi í raun verið leiðtogi kristinna þegar þróunin var formfest á þingi, að margir helstu höfðingjar og lærdómsmenn á 11.öld voru afkomendur Síðu-Halls. Td. bæði Ari og Sæmundur hinir fróðu, Magnús Einarsson biskup, Hallur Teitsson, Jón Ögmundsson og Þorgils Oddsson.

Það vekur líka athygli hve hinar takmörkuðu heimildir virðast benda sterkt til að Austfirðingar hafi verið sterkir varðandi það að form- og lögfesta þessa óhjákvæmilegu þróun. Síðu-Hallur var úr Álftarfirði og skírður af Þangbrandi presti í Þvottá.

Síðari tíma fornleifarannsóknir virðast benda til að kristniþróunin hafi í raun verið fyrir löngu komin á á Austfjörðum áður en allt landið varð aðili að þróuninni.

Það bendir til að þó eitthvað geti verið til í takmörkuðu rituðu heimildunum - þá séu atburðir allir einfaldaðir og búin til svona nokkurskonar dæmisaga um framgang mikilvægs máls. Er nefnilega dáldið merkilegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.9.2013 kl. 23:45

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er löngu hætt Ómar að bakka og rýna í fornmenn. Ég man svo sem eftir að hafa lesið úrdrátt um Síðu-Hall. En í fréttum í dag (eða gær) komust vísindamenn að sterkum líkum á skyldleika okkar (homo sap?) við hryggleysingja í hafinu. Ég hef ekki áhyggjur þótt fari ekki alveg rétt með,en get hugsað mér hve vísindamenn hafa gaman af því að grufla í þróun lífs,svo ber þeim ekki alltaf saman þessum elskum. En einhverjir sjóðir styrkja þessar rannsóknir,rétt eins fornbókmenntir okkar. Gott að eiga svona næturpælingar,áður en til næstu deilu kemur,góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 27.9.2013 kl. 00:32

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigurður lestu bara skýrsluna frá ESB sjálfur, það þarf engan kjána til að sjá að við erum í aðlögunarviðræðum, sem inniber að tekinn verði upp allt regluverk sambandsins, ljúka öllum köflum þess, og engar varanlegar undanþágur eru veittar.  Þetta kemur skírt fram í skýrslunni. 

Þar segir líka að ENGINN ÞJÓÐ SÆKI UM AÐILD NEMA AÐ ÆTLA SÉR INN Í SAMBANDIÐ.   Sem sagt enginn pakki að kíkja í.  Hversu lengi þarf að berja þetta inn í ykkar takmarkaða höfðu?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2013 kl. 12:34

17 Smámynd: rhansen

það er alveg hægt að hlægja sig máttlausann af þvi að þessi þvæla um ESB skuli ganga ennþá ....þviliku  heilabúi og þrjósku sem þeir búa yfir sem enn reyna að halda þessu strögli til streytu !!....við hin skulum hafa vitið meira og hætta ansa þessu !!  I öllum bænum ..eyðum ekki frekari orku i svona tuð !!

rhansen, 27.9.2013 kl. 16:02

18 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Helga, Ásthildur og rhansen. Það regluverk sem þið eruð að vitna í eru kröfur sem ný aðildarríki þurfa að uppfylla áður en að aðild kemur. Það er ekki gerð krafa um þá aðlögun sem í því felst áður en tekin er formleg ákvörðun um það hvort aðild verður smþykkt eða ekki. Það er því ekki gerð krafa um þessa aðlögun fyrr en eftir þjóðaraktvæðagreiðslu um aðildrasamning og þá einungis ef aðild verður smþykkt þar.

Það er alveg merkilegt hversu oft menn halda áfaram að ljúga því að við þurfum að aðlagast að fullu áður en aðildraiðræðum ljúki. Það er eins mikil þvæla og mest getur verið. Það er einnig þvæla að um ekkert sé að semja. Öll ríki sem gengið hafa í ESB hafa náð fram VARANLEGUM breytingum á ESB reglum í samningaviðræðum sínum. Teksti frá ESB um annað er því engin sönnun þess að ekki sé um neitt að semja.

Að sjálfsögðu fara ríki ekki í aðildaviðræður við ESB nema ætla þangað inn svo fremi að ástættanlegur smningur náist. En það hvort ásættanlegur samningur náist vitum við ekki fyrr en samningaviðræðum er lokið.

Þessi fullyrðing um að ef við ekki hættum samningaviðræðunum þá munum við verða að fullu aðlöguð ESB áður en þjóðin fái að tjá sig um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu er því ekkert annað en blekkin til þess ætluð að fá fólk til fylgis við þá kröfu að viðræðum skuli slitið á upplognum forsendum.

Sigurður M Grétarsson, 28.9.2013 kl. 14:23

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er einfaldlega rangt hjá þér Sigurður, hér eru pakkar opnaðir og þeir samþykktir og lokað, þegar loks við fáum að kjósa um málið, þá erum við þegar búin að taka upp allt regluverkið.  Hversu auðtrúa getið þið eiginlega verið.  Það kemur auk þess skýrt fram hjá ráðamönnum í ESB að það sækir enginn um aðild til að ´"kíkja í pakka".  það sækir enginn þjóð um inngöngu nema að fullur vilji sé fyrir því að fara inn.  Þessum grundvallar atriðum hefur verið vandlega haldið frá okkur og okkur talinn trú um að við getum kíkt í pakka og tekið svo ákvörðun.  Það er einfaldlega alrangt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2013 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband