Tvenn mistök Samfylkingar (12,9%)

Samfylkingin átti ekki að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum árið 2007 og ekki sitja áfram í ríkisstjórn með VG eftir að Jóhönnustjórnin varð heiladauð 2011 og í reynd komin í minnihluta. Á þessa leið mæltist Sighvati Björgvinssyni fyrrum formanni Alþýðuflokksins á fundi samfylkingarfólks í Kópavogi, samkvæmt frásögn Gísla Baldvinssonar.

Andsvar við greiningu Sighvats: Samfylkingin var í samkeppni við VG um að komast í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn vorið 2007. Samfylkingin var stofnuð sem breiðfylking vinstrimanna til höfuðs Sjálfstæðisflokki. Þegar til átti að taka reis flokkurinn ekki undir öðru en að vera ný útgáfa af Alþýðuflokknum.

Um Jóhönnustjórnina: Samfylkingin fékk í kosningunum 2009 tæp 30 prósent fylgi við ESB-stefnuna. Í stað þessa að sýna hógværð og auðmýkt gagnvart þjóðinni reyndi Alþýðuflokkurinn á sterum að nauðga Íslendingum, sem flestir eru á móti ESB-aðild, inn í sambandið.

Niðurstaða: fylgi Samfylkingar er komið niður í það sem Alþýðuflokkurinn hafði, 12,9 prósent.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband