Ţriđjudagur, 24. september 2013
Ţýsk stjórnmál og íslensk
Stjórnmálamenningin í Ţýskalandi ber merki formfestu, eins og mátti sjá í sjónvarpsumrćđuţćtti ađ kveldi kosningadags. Ađeins frambođ sem fengu fulltrúa á sambandsţingiđ fengu bođ í sjónvarpsţáttinn. Og ţeir sýndu virđingu, bćđi í framkomu, orđrćđu og klćđaburđi, líkt og Björn Bjarnason vekur athygli á.
Í samanburđi viđ ţýsk stjórnmál er upplausnarbragur á ţeim íslensku. Virđing á milli stjórnmálamanna er í lágmarki og ţjóđin hefur lítiđ álit á stjórnmálamönnum almennt.
Ţýsk stjórnmál eru bundin á klafa sögunnar. Ţrátt fyrir stórsigur Merkel er henni ekki treyst fyrir minnihlutastjórn. Stjórnarskrá sambandslýđveldisins var skrifuđ af sigurvegurum seinna stríđs sem ćtluđu ekki ađ láta Hitlers-mistökin endurtaka sig í nýju formi.
Upplausn íslenskra stjórnmála má ađ hluta skýra međ ţví Íslendingar búa ekki ađ reynslu sem kenna má viđ pólitíska katastrófu. Síđasta manngerđa hörmungin á Íslandi var Sturlungaöld sem leiddi til Gamla sáttmála og 650 ára hjálendutilveru. Nćr öll ríki í Vestur-Evrópu búa ađ lifandi dćmum um eyđingarmátt ónýtra stjórnmála á síđustu hundrađ árum eđa svo.
Hruniđ og eftirköst ţess eru skemmtiefni í sögulegu samhengi. Enda skemmtikraftur í hlutverki stjórnmálamanns helsta nýmćliđ eftir hrun: Jón Gnarr borgarstjóri.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.