Þriðjudagur, 24. september 2013
Bestu framhaldsskólarnir
Nemandi Verslunarskólans spyr hvers vegna skólinn komi ekki betur úr í samanburði á meðaleinkunn nemenda skólans þegar í Háskóla Íslands er komið. Í ljósi þess að Verslunarskólinn er í þeirri stöðu að velja sér nemendur, þar sem skólinn er eftirsóttur, er spurningin eðlileg.
Á hinn bóginn verður að hafa í huga að hlutverk framhaldsskóla ekki fyrst og fremst að undirbúa nemendur undir háskólanám. Samkvæmt aðalnámsskrá framhaldsskóla eru sex grunnþættir menntunar eftirfarandi
læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sköpun
Menntastefnan sem birtist í aðalnámskrá leggur áherslu á aðra þætti en undirbúning undir háskólanám. Einkunnir í háskóla eru þar af leiðandi hæpinn mælikvarði á framahaldsskóla.
Gagnrýnir árangur Verslunarskólans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef Verzlunarskólinn kemur ekki betur út í samanburði við aðra framhaldsskóla er skýringin mjög einfaldlega sú að nemendur þaðan hafa bara ekki fengið sambærilega menntun og nemendur annarra framhaldsskóla. Hrokinn einn virðist ekki duga til...
corvus corax, 24.9.2013 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.