Flöt niðurfelling skulda er ávísun á ófrið

Tekjuhæstu heimilin skulda mest og þau myndu fá langstærsta hluta opinberra fjármuna sem ráðstafað yrði til lækkunar fasteignaskulda. Samkvæmt stjórnarsáttmála ætlar ríkisstjórin einnig að bæta heimilum lækkun fasteignaverðs eftir hrun og það myndi einnig koma tekjuhæstu hópum mest til góða.

Verði svigrúm til að nota opinbert fé til skuldalækkunar heimila ætti að veita þeim fjármunum til þeirra með lægstu tekjurnar. Annars væri nær að greiða niður skuldir ríkissjóðs og bæta heilbrigðiskerfið ef til afgangur í ríkiskassanum.

Ókeypis peningar til þeirra tekjuhæstu græfi undan tiltrú almennings á ríkisstjórninni og staðfesti þá ímynd að stjórnin ynni fyrst og fremst í þágu efnafólks.


mbl.is Verði notað sem flestum til góðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Leiðrétting á ranglega reiknaðri hækkun á höfuðstól íbúðalána er ekki ókeypis peningur. Útreikningur þessi er óháður íbúðaverði, heldur tengist hann þróun kauptaxta fyrir dagvinnu, en laun eru aðal forsenda allra íbúðalána sem samningur hefur verið gerður um síðustu áratugi.

Kjartan Eggertsson, 23.9.2013 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband