Sunnudagur, 22. september 2013
Heimssýn sigrar í Þýskalandi
Systurflokkur Heimssýnar í Þýskalandi, AfD, er með 4,9 prósent og við það að fá þingmenn á sambandsþingið.
AfD hafnar evru og telur hagsmunum Þýskalands betur borgið með eigin gjaldmiðli, líkt og Heimssýn á Íslandi.
AfD er nýr flokkur og hefur þegar rutt úr vegi Frjálsum demókrötum, sem voru þriðja hjólið undir Angelu Merkel kanslara.
AfD er þegar búið að breyta þýskum stjórnmálum, án þess að vera komið á þing - líkt og Heimssýn á Íslandi.
Fyrstu útgönguspár Merkel í hag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gjaldmiðill er einungis nafn á vöruskipta-peningum.
Nafnið á gjaldmiðlinum skapar ekkert, og síst af öllu þegar gjaldmiðlar eru orðnir að innistæðulausum tölum á blöðum banka-kauphalla heimsins.
Daginn sem heimssýnin verður svo skýr, að stjórnendur skilja þessa einföldu staðreynd, þann dag verður hægt að gera eitthvað raunhæft og siðmenntað.
Það er að segja ef hægt verður að breyta hugarfarinu í átt að raunveruleikanum og siðmenningu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.9.2013 kl. 21:08
Er Heimsksýn stjórnmálaflokkur ?
Jón Ingi Cæsarsson, 23.9.2013 kl. 16:40
Vona að spurt sé: Er Heimssýn stjórnmálaflokkur og þá verulega til hægri?
Er þessi ágæti flokkur í Þýskalandi nokkuð á móti veru í ESB? Hélt að það væri aðallega evran og hjálp við Suður Evrópu sem væiu baráttumál þessa þýska flokks.
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.9.2013 kl. 12:08
Ætli stuðningmenn VG meðal félaga og stuðningsmanna Heimssýnar hafi áttað sig á því að Heimssýn er stjórnmálaflokkur á hægri jaðri stjórnmálanna? Ef ekki ætlar þá einhver að segja þeim af því?
Sigurður M Grétarsson, 24.9.2013 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.