Ríkið bæti 29% tap fasteignaeigenda

Íbúðaverð hefur lækkað um 29 prósent frá því að það stóð hæst fyrir hrun. Í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar um að bæta ,,forsendubrest" segir

Í ljósi þess að verðtryggðar skuldir hækkuðu og eignaverð lækkaði, m.a. vegna áhrifa af gjaldþroti fjármálafyrirtækja og áhættusækni þeirra í aðdraganda hrunsins, er rétt að nýta svigrúm, sem að öllum líkindum myndast samhliða uppgjöri þrotabúanna, til að koma til móts við lántakendur og þá sem lögðu sparnað í heimili sín

Þetta er skýrt: það á að bæta fasteignaeigendum tjónið sem þeir urðu fyrir, ekki síður en skuldurum.

Sumir talsmenn þess að ríkið fjármagni ,,forsendubrestinn", t.d. Tímarím, tala ekki um tap fasteignaeigenda heldur vilja aðeins bæta skuldurum tjónið. Það er ekki í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Fasteignaeigendur geta reiknað sér milljónir, ef ekki tugmilljónir, í ,,stærstu efnahagsaðgerð" veraldarsögunnar. Og peningarnir eiga að koma í hús fyrir jól, takk fyrir.


mbl.is Íbúðaverð lækkar í ágúst en samt á uppleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband