Mánudagur, 16. september 2013
Össur plantar ESB-áróðri
Össur Skarphéðinsson elur þá von í brjósti að Noregur sæki um aðild að Evrópusambandinu. Óopinber málpípa Össurar er Gísli Baldvinsson, stundum kallaður Gössur.
Gísli birtir 4 ára gamalt myndband með Ernu Solberg, leiðtoga Hægriflokksins, þar sem hún talar fallega um ESB-aðild. Gísli botnar færsluna svona:
Ef hvernig breytir þetta stöðu Íslands gagnvart ESB? Þeir sem ég trúi og treysti fullyrða að þá sé Íslandi ekki stætt utan ESB.
Duglegur, Össur.
Athugasemdir
Þeir nenna að gösslast aftur til ársins sem Steingrímur J.missti stjórnmála -manndóm sinn. Líklegt er að þeir haldi að aðrir hrífist með og/eða hræðist einhverja skáldaða stöðu gagnvart Esb. og flýi í himneskan náðarfaðm þess. Nei ekki Esb,andstæðingar,sem þekkja orðið blekkingarnar.
Helga Kristjánsdóttir, 16.9.2013 kl. 21:34
Vandamáli Gísla er að trúa og treysta öðru en sinni eigin dómgreind. Þú lætur ekki aðra meta fyrir þig málin enda er næsta skrefið í slíkum leik að kenna viðkomandi um þegar illa fer. En ef að allir hefðu sjálfstæða hugsun, þá myndi engin mæla fyrir aðild að Evrópusambandinu.
Sandkassinn (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 02:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.