Össur plantar ESB-áróðri

Össur Skarphéðinsson elur þá von í brjósti að Noregur sæki um aðild að Evrópusambandinu. Óopinber málpípa Össurar er Gísli Baldvinsson, stundum kallaður Gössur.

Gísli birtir 4 ára gamalt myndband með Ernu Solberg, leiðtoga Hægriflokksins,  þar sem hún talar fallega um ESB-aðild. Gísli botnar færsluna svona:

Ef hvernig breytir þetta stöðu Íslands gagnvart ESB? Þeir sem ég trúi og treysti fullyrða að þá sé Íslandi ekki stætt utan ESB.

Duglegur, Össur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeir nenna að gösslast aftur til ársins sem Steingrímur J.missti stjórnmála -manndóm sinn. Líklegt er að þeir haldi að aðrir hrífist með og/eða hræðist einhverja skáldaða stöðu gagnvart Esb. og flýi í himneskan náðarfaðm þess. Nei ekki Esb,andstæðingar,sem þekkja orðið blekkingarnar.

Helga Kristjánsdóttir, 16.9.2013 kl. 21:34

2 identicon

Vandamáli Gísla er að trúa og treysta öðru en sinni eigin dómgreind. Þú lætur ekki aðra meta fyrir þig málin enda er næsta skrefið í slíkum leik að kenna viðkomandi um þegar illa fer. En ef að allir hefðu sjálfstæða hugsun, þá myndi engin mæla fyrir aðild að Evrópusambandinu.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband