Næsta hrun nálgast - í útlöndum

Fimm ár eru frá gjaldþroti Lehmans-banka sem hleypti af stað kreppu í alþjóðahagkerfinu og hruni á Íslandi. Lítið sem ekkert getur komið í veg fyrir nýja skuldakreppu, eru fréttirnar sem koma úr háborg fjármálakerfisins, Bank for International Settlements, BIS, sem stundum er kallaður seðlabanki seðlabankanna.

Samkvæmt endursögn Telegrap á skilaboðum BIS er staðan núna verri en fyrir Lehman-gjaldþrotið í og með að seðlabankar eru búnir með helstu skotfærin sín, þ.e. lága vexti og (nær) ókeypis peninga.

Seðlabanki Bandaríkjanna leikur lykilhlutverk í alþjóðahagkerfinu. Bankinn bauð ofurlága vexti og  nánast ótakmörkuð lán til að koma hjólum efnahagslífsins í gang eftir Lehman-gjaldþrotið. Stóraukið framboð af (nær) ókeypis peningum leiðir til margra hæpinna fjárfestinga, sem ekki standast kröfur um arðsemi í venjulegu árferði.

Seðlabanki Bandaríkjanna undirbýr að draga úr framboð af lánsfé og það eitt og sér veldur titringi, einkum í nýmarkaðslöndum en þangað fóru ódýru peningarnir í miklum mæli.

Enginn veit hvenær draugur skuldakreppunnar vaknar á ný, en hann mun vakna, og heimshagkerfið er illa í stakk búið að glíma við draugsa.


mbl.is Hækkun vegna samkomulags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þar sem við almenn fávís um efnahagsmál heimsins,getum ekkert gert í þessu,væri bara ágætt að dunda sér við að skíra hrunin,svona eins og fellibylina. Venjan er að skíra þá mannanöfnum,í fyrstu eingöngu konunöfnum,reyndar var Irena að gera usla fyrir helgi ef ég man rétt,en ekkert stiður það að nöfnin vísi til eiginleika þeirra sem þau nöfn bera. Hrunið frá 2008 gæti heitið Nonni og það sem er í vændum þá Gunna.

Helga Kristjánsdóttir, 16.9.2013 kl. 13:07

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Á mánuði hverjum hefur Seðlabanki Bandaríkjanna verið að dæla 80 milljörðum dollara inn í hagkerfið þar vestra.  Prentvélar Seðlabankans eru keyrðar á fullu. 

Skuldir Bandaríska ríkisins eru ósjálfbærar, en þær eru taldar rúmar 16,8 trilljónir USD (skv.Bandarískri skilgreiningu), eða USD 16.800.000.000.000, þeir hafa ekki einu sinni efni á að borga vexti, þó þeir væru bara 0,5%. 

Þetta er ekki eini vandi þeirra, heldur telja hagfræðingar þar vestra að þegar ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs eru taldar með nema skuldirnar yfir USD 70.000.000.000.000.

Þar að auki er atvinnuleysi mun hærra en opinberar tölur gefa til kynna.  Margir sérfræðingar vestra vilja meina að raunverulegt atvinnuleysi nemi yfir 20%, en skrítnar útreiknings aðferð yfirvalda gera það að verkum að þeir geti sýnt fram á mun lægri prósentutölur.  Staðreyndin er sú að innan við 59% af vinnubæru fólki hefur vinnu, en þá að sjálfsögðu ber að taka tillit til þeirra sem ekki eru á vinnumarkaði vegna t.d. örorku, veikinda, náms og af öðrum ástæðum, en samt sem áður hefur þetta lága hlutfall vinnandi fólks ekki átt sér stað síðan 2009 og þar áður um áratuga skeið.

Fátækt í Bandaríkjunum hefur aukist gríðarlega og einkum á meðal þeirra sem hafa verið skilgreindir sem millistétta fólk.  Millistéttin, sem hefur að meginhluta verið sú stétt sem BNA ríkið hefur haft hvað mestar tekjur af, er smám saman að þurrkast út.  Stór hluti af þeim sem eru á vinnumarkaði eru í hlutastarfi og þar að auki hafa laun lækkað umtalsvert hjá stórum hópum launþega.

Þetta gerir að verkum að tekjur BNA ríkisins dragast saman á sama tíma og skuldir þess halda áfram að bólgna út. 

Nokkrar stórborgir stefna hraðbyri að fara sömu leið og Detroit.

Þetta eru nokkur dæmi er sýna hvert stefnir, ekki bara í Bandaríkjunum heldur um heim allan og ekki hvað síst í Evrópu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.9.2013 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband