Virðing alþingis og Evrópublöffið

Einn flokkur, Samfylking, bauð fram aðild að Evrópusambandinu sem lausn á efnahagslegum- og pólitískum vanda Íslands eftir hrun. Í þingkosningunum 2009 fékk Samfylking tæp 30 prósent fylgi.

Þrátt fyrir að sjö af hverjum tíu kjósendum kusu sér aðra stefnu úr hruni en ESB-aðild knúði Samfylkingin þingmenn VG til að samþykkja aðildarumsókn sumarið 2009. Í framhaldi klofnaði VG

Við síðustu kosningar, núna í vor, var Samfylkingin enn ein um að boða ESB-aðild. Flokkurinn fékk 12,9 prósent fylgi.

Alþingi sýndi vilja þjóðarinnar ekki virðingu sumarið 2009. Aldrei átti að senda til Brussel umsókn á grundvelli stuðnings innan við þriðjungs þjóðarinnar.

Virðing alþingis beið hnekki við Evrópublöffið fyrir fjórum árum.


mbl.is Lýsa furðu á vinnubrögðum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband