Setjum dollaraprófið á Vilhjálm

Vilhjálmur Bjarnason þingmaður telur krónuna ekki á vetur setjandi. Ef það er raunverulega skoðun hans, en ekki yfirvarp fyrir ESB-afstöðu, þá hlýtur Vilhjálmur að vera hlynntur upptöku dollars.

Bandaríkjadollar er eini alþjóðlega viðurkennda myntin sem hvorki gerir formlega né óformleg kröfu til ríkjabandalags við útgáfuríkið.

Við getum tekið upp dollar án þess að spyrja kóng eða prest. Við getum líka ákveðið að hafa hér fjölmyntakerfi, þar sem tilteknar myntir væru gjaldgengar í viðskiptum t.d. dollar, norsk króna, japanskt jen, og jafnvel evra auk íslensku krónunnar.

Allar líkur eru á því að Vilhjálmur falli á dollaraprófinu og einblíni á evruna eina enda er þingmaðurinn hlynntur ESB-aðild Íslands. 


mbl.is Fyrirtæki velja aðra mynt en krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Vandræðalegi Vilhjálmur Bjarnason "fjárfestir", er greinilega ekki talsmaður velferðar og réttlætis á Íslandi.

Honum Vilhjálmi Bjarnasyni hefur kannski verið lofað mikilli og verðmætri "fjárfestingu", fyrir að tala fyrir innistæðulausri EES/ESB-bankaræningja-evrunni, og Evrópu-heimsveldinu "almáttuga", á alþingi Íslands. EES/ESB-inu þar sem hernaðar-sjúkur forseti Frakklands er núna í brúnni, á her-heimsveldinu og "friðarbandalaginu" ESB?

Eða er Cameron-Bretinn (hryðjuverkalaga-heimsveldis), aðalformaður hernaðar-friðarbandalagsins?

Sannleikurinn er sagna bestur. Best er að lifa og deyja fyrir friðinn ómetanlega, sannleikann og réttlætið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2013 kl. 00:50

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er viss um að hugmyndin um upptöku dollars hefur skotið upp kollinum hjá ríkisstjórninni og líklegt að verið sé að kanna þau mál. Evruæði Össurar og Samfó hefur aldeilis tekið tekið toll af þjóðinni; Gífurleg og þrotlaus vinna gegn ætlan þeirra að koma henni með öllum ráðum í ESB., lá á herðum ungra fullhuga,en við almenningur upplifðum þennan gjörning eins og óvina valdatöku. Hvað sem ríkisstjórnin kemur til með að gera í myntbreytingu þá fylgir henni ekki fullveldisgjald og þarfnast ekki samþykkis kóngs,prests eða lektors.

Helga Kristjánsdóttir, 13.9.2013 kl. 01:05

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Canada dollar er mjög álitlegur held ég, og hann á eftir að hækka með Alaskaolíunni!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.9.2013 kl. 01:08

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hefur einhver sannanir fyrir því að Villi Bjarna sé laumu Evrópusinni? Ég trúi því bara ekki.

Dollari væri góð mynt fyrir okkur eða enn betra að hér væri fjölmynt, menn gætu valið. Það heimskulegasta af öllu heimskulegau er að banna mönnum að taka lán í þeirri mynt sem menn kjósa. Ofstjórnaráráttan ætlar seint að renna af þessari þjóð. Af hverju ekki íbúðalán í evrum á ca. 2 % vöxtum til 40 ara? Nú eða þá dollar, USD eða CAD. Þeir eru vel til þess fallnir að treysta tengslin vestur um haf og fjarlægja okkur þessari kratavellu sem öll Evrópa er undirlögð af og við hálfveikir líka. Vesturheimur á betur við okkur Íslendinga sem eru miklu meiri Ameríkumenn en Evrópusveitamenn. Aðalatriðið er að við séum frjáls þjóð í frjálsu landi og engum háð.

Halldór Jónsson, 14.9.2013 kl. 17:38

5 Smámynd: Elle_

Alaska er ríki í Bandaríkjunum, Eyjólfur, en Kanadamegin.  En þú veist það.  Halldór sagði nánast allt sem ég hugsaði, en hver veit hvað Vilhjálmur vill?  Ætlaði ekki að vilja trúa Brusselruglinu upp á manninn.

Elle_, 15.9.2013 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband