Bjarni Ben. er að finna tóninn

Fjármálaráðherra er lykilmaður í hverri ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson virðist óðum að finna hinn rétta tón í embættinu. Hann talar fyrir hógværri stefnu, hvetur til hófstillingar á vinnumarkaði en er jafnframt fastur fyrir þegar kemur skuldsetningu ríkissjóðs.

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki átt sæludaga. Til hans eru gerðar margvíslegar kröfur og sumar óbilgjarnar. En nái Bjarni traustum tökum á ráðherraembætti fjármála mun það stórum efla hann í formennskunni.

Eftirspurn er eftir trausti í samfélaginu og Bjarni er með burði til að bjóða upp á það fágæti.

 


mbl.is Hafa verið að glöggva sig á stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband