Róttæk heimska

Ríkisstjórnin ætlar að veita ótöldum milljörðum til ákveðinna heimila, þeirra sem skulduðu, en ekki hinna sem voru skynsöm og greiddu niður skuldir eða þeirra fóru varlega og tóku ekki lán heldur leigðu.  Eftirfarandi er haft eftir forsætisráðherra

Það er ljóst að vinnan sem tengist skuldavanda heimilanna er eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar og mun þegar hún er til lykta leidd verða til þess að íslensk heimili ná aftur hluta af þeim eignum sem töpuðust í verðbólguskoti áranna 2007-2010.

Svokallaðar ,,eigur" sem fólk átti í fasteignum 2007 var að stórum hluta froða, útblásin fasteignabóla án innistæðu. Sigmundur Davíð kallar þetta ,, róttækustu aðgerðir stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu skuldsettra heimila."´

Það er nýtt að kenna heimsku við róttækni.


mbl.is Mörg stór verkefni stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Maður er farinn að halda að Sigmundur Davíð sé vitgrannur maður.

Vilhjálmur Stefánsson, 10.9.2013 kl. 19:34

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ERU ÞESSIR MENN VITIFYRRTIR  ?SUKKARARNIR SEM TÓKU ÖLL LÁN SEM VORU Í BOÐI FYRIR LUXUS OG AFGANGINN Í JEPPA SUMARBÚSTAÐI OG SIGLINGAR- FÁ NIÐURFELLINGU  ? Litla Gunna og Litli jón með lágu launin mega missa húsin sín ?

þessi stjórn er að bæta skít á skömm hinnar fyrri ! 

Erla Magna Alexandersdóttir, 10.9.2013 kl. 19:47

3 Smámynd: rhansen

það er nu ekki verið að tala um einkaneyslu skuldir ..hitt getur verið rettlætanlegt !   svo er nu engin buin að sja útfærsluna til enda ...

rhansen, 10.9.2013 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband