Eftirspurn í Bretlandi eftir ESB-andstöðu

Nýr vinstriflokkur í Bretlandi, sem berst gegn aðild landsins að Evrópusambandinu, staðfestir hæga en örugga þróun á síðustu árum: Bretar verða stöðugt andsnúnari aðild að sambandinu sem meginlandsþjóðirnar stofnuðu á sínum tíma.

Bretar fór inn í ESB í byrjun áttunda áratug síðustu aldar enda óttuðust þeir að verða utangátta í þróun Vestur-Evrópu. En þegar frá leið óx andspyrnan gegn aðild. Bretar höfnuðu um aldamótin að taka þátt í samstarfinu um nýjan gjaldmiðil, evruna.

Breta hrósa happi að hafa ekki álpast út í evru-samstarfið. Kreppan á evru-svæðinu er stöðug áminning um að efnahagsleg lögmál beygja sig ekki fyrir pólitískum draumum um Stór-Evrópu.


mbl.is Nýr vinstriflokkur gegn veru í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Litlir íslenskir Esb,stækkunarstjórar mega ekki vita af kreppu Evrusvæðisins,draumar þeirra tekur öllu fram.Þeim verður vel launað sem vega þyngst í framvarðasveit landráðamanna.

Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2013 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband