Mánudagur, 9. september 2013
Skandinavísk hamingja og íslensk
Danir, Norðmenn og Svíar mælast hamingjusamari en Íslendingar vegna þess að þeir eru sáttir við ríkisvædda hamingju, - þar sem stjórnvöld reka samfélagið eins og vöggustofu. Íslendingar eru, a.m.k. enn, of mikil náttúrubörn til að líða vel samkvæmt skandinavískum mælikvarða.
Í ritinu um hamingju þjóða segir þetta um hlutverk ríkisvaldsins
In a happy society, individuals feel they are charting their own courses through life, without
excessive constraints. That is why there was such unhappiness in the countries of the Soviet bloc before their transition to functioning and stable open societies, and why the happiest countries all have very high shares of their populations who feel free.
Norðurlandaþjóðirnar búa að langri þjálfun við að splæsa saman ríki og einstaklingi. Við erum enn á sama róli og Bjartur í Sumarhúsum sem verðmat frelsið ofar öðrum gæðum.
Ísland í níunda sæti hamingjulista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hlítur að vera mjög vandræðalegt fyrir þig að ESB ríki er hamingjusamasta þjóðin í heiminum.
Samkvæmt þínum málflutningi þá á ekkert að vera nema eldur og brennisteinn þar.
Sleggjan og Hvellurinn, 9.9.2013 kl. 11:11
Ég tek ekkert mark á þessu, lít á þessa "rannsókn" sem tómt bull, enda er þessum Columbia háskóla alfarið stjórnað af sósíalistum og kommúnistum. Að mínu "mati" þá er almenningur í Bandaríkjunum margfalt hamingjusamari heldur en Íslendingar, samkvæmt minni "rannsókn" !
Tryggvi Helgason, 9.9.2013 kl. 15:00
Ef einstaklingur vill láta ríkið fá kaupið sitt og láta svo ríkið útbýta peningum eins og ríkinu finnst bezt, þá er Skandinavía algjört hamingjusæluríki.
Gæti aldrei hugsað mér að fara með beiðni til ríkispapírspúka til að fá leifi og fjármagn fyrir banana og það beinum banana.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 9.9.2013 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.