Læknar, laun og kvenvæðing starfsstéttar

Síðustu daga er reglulega fjallað um yfirvofandi hrun Landsspítalans í fréttatímum RÚV. Með eða án almannatengla tókst einhverjum læknum að selja RÚV þá hugmynd að ef ekki yrði sett viðbótarfjármagn til Landsspítalans innan nokkurra daga yrði unnið óbætanlegt tjón á spítalanum.

RÚV, sem er orðin aðgerðastofnun í þágu málstaða fremur en fréttastofa, dælir yfir landslýð fréttum af kjarabaráttu lækna undir yfirskini heilsuváar. Eins og fyrri daginn stundar RÚV faglegt gönuhlaup þar lítt er hirt um annað en að birta djörfustu yfirlýsingarnar. Ekkert fer fyrir sjálfstæðri greiningu á ástandinu.

Vandi læknastéttarinnar er hún er að kvenvæðast. Um árabil komast fleiri stúlkur en drengir í gegnum inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands. Til skamms tíma voru karlar ráðandi í læknastéttinni. Núna eru konur orðnar fleiri en karlar og verða langtum fleiri innan skamms. 

Konur þiggja lægri laun, fara sjaldnar í dýrar ,,námsferðir" og eru styttri tíma í senn, samkvæmt skýrslu læknaráðs. Konur eru einfaldlega skilvirkari og betri starfskraftar en karlar.

Af þessu leiðir lægri laun til lækna. Þetta er sama ferli og kennarar fóru í gegnum fyrir mörgum áratugum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband