Miðjan veikist í pólitíkinni, vængirnir styrkjast

Efnahagskreppan eftir hrun snerist um skiptingu á minni þjóðarköku annars vegar og hins vegar peningalegu uppgjöri við fallin fyrirtæki og gjaldeyrislán einstaklinga. Þennan hluta kreppunnar gekk tiltölulega greiðlega að leysa úr. Pólitíska kreppan, á hinn bóginn, verður varanlegri.

Síðasta könnun Gallup sýnir Sjálfstæðisflokkinn styrkja sig, Framsóknarflokkinn veikjast og vinstriflokkanna eflast. Þegar miðjan veikist en vængirnir  styrkjast er það  merki um að harðdrægari sjónarmið séu að ná yfirhöndinni.

Pólitísk umræða á síðustu vikum, þann tíma sem könnunin var gerð, er með vísun í stéttapólitík fyrri tíma (útgerðin og almannahagur) og menningarpólitískar deilur lýðveldisstjórnmálanna (hægrimenn gagnrýna RÚV en vinstrimenn verja).

Undir þessum kringumstæðum styrkjast hin ítrustu sjónarmið. 


mbl.is Stuðningur við stjórnina minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband