Símanúmerið í Evrópu

,,Hvern hringi ég í til að tala við Evrópu?" á Kissinger utanríkisráðherra að hafa sagt einhverju sinni þegar honum leiddist þófið í samskiptum við leiðinlegan Dana sem þóttist tala fyrir álfuna - líklega var sá Dani í valdalausa forsætinu sem flakkar á milli aðildarríkjanna.

Evrópusambandið er búið að koma sér upp utanríkisþjónustu og setja yfir starfsemina embættismann sem aldrei hefur verið kjörinn lýðræðislegri kosningu. Engu að síður er langur vegur frá því að ESB búi að samstilltri utanríkisstefnu.

Það er ekkert símanúmer í Evrópu til að hringja í og fá sam-evrópska afstöðu. Evrópusambandið getur tæplega haldið saman gjaldmiðlasamstarfi. Hagsmunir og hefðir í utanríkismálum eru gagnólíkar milli ríkjanna.

Þarna eru saman í potti gömlu nýlenduveldin, Frakkar, Belgar, Bretar og Hollendingar og Þjóðverjar, þó í minna mæli hafi verið, annars vegar og hins vegar þjóðir sem voru til skamms tíma kúgaðar nýlendur og fylgiríki, t.d. Írland, Eystrasaltslöndin og Austur-Evrópa.

En það er sem sagt til utanríkisþjónusta ESB sem Catherine Ashton stýrir. Líklega er hún með símanúmer. En það númer er án umboðs og valds.


mbl.is Kerry mætir á fund ESB-ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband