Mánudagur, 2. september 2013
Útrásarleikritið með kaupglaða arabanum
Al-Thani málið snerist um að kaupa Kaupþingi trúverðugleika með því að láta líta svo út að moldríkur arabi, Al-Thani, hafi keypt stóran hlut í bankanum. Þetta var rétt fyrir hrun og Kaupþing í reynd gjaldþrota.
Bankastjóri Kaupþings kom hróðugur fram í fjölmiðlum og tilkynnti um kaup Al-Thani á fimm prósent hlut fyrir 25 milljarða króna. Eftir hrun fannst hvorki tangur né tetur af milljörðum arabans. Í ljós kom að viðskiptin voru sýndarleikur, arabinn var í raun aðeins að lána nafnið sitt til íslensku auðmannanna sem sátu uppi með fallinn banka.
Vörn Kaupþingsmanna er að viðskiptin hafi verið ,,raunveruleg." Sá sem trúir því trúir líka á jólasveininn.
50 vitni boðuð í Al-Thani málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég trúi á jólasveinana, grýlu og leppalúða, en ég trúi því ekki að þessi viðskipti hafi átt sér stað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2013 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.