Föstudagur, 30. ágúst 2013
Röng spurning ESB-sinna
Það er ekki hægt að ,,klára viðræður" við Evrópusambandið án þess að umsóknarríki taki upp laga- og regluverk Evrópusambandið jafnhlið viðræðum. Spurningin er því röng sem samtök ESB-sinna keyptu hjá Gallup. Hún hefði átt að vera svohljóðandi: ,,Ert þú samþykkur að Ísland lagi sig að laga- og regluverki ESB samhliða viðræðum um aðild?"
ESB tekur vara á orðinu viðræður um ferlið og talar iðulega um ,,accession process." Það er ekkert um að semja, aðeins um tímasetningu og skilyrði fyrir innleiðingu laga- og regluverks ESB sem eru upp á 100 þúsund blaðsíður.
Í útgáfu ESB frá 2011 er þetta útskýrt á bls. 9
The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.
Lengi vel neituðu ESB-sinnar að kannast við þessa breyttu stöðu. En eftir umræðuna um IPA-styrkina, sem eru aðlögunarstyrkir, er sumir farnir að átta sig. Eiríkur Bergmann var fenginn á Eyjuna nýverið til að vitna og þar segir
Eiríkur rifjar upp að þessu kerfi hafi verið komið á í aðdraganda aðildar Austur Evrópuríkja sem varð árið 2004, en í stjórnsýslulegu og efnahagslegu tilliti stóðu þau höllum fæti gagnvart þeim ríkjum sem fyrir voru í ESB. Íslendingar sóttu um aðild að ESB í kjölfar hruns fjármálakerfisins og mikilla efnahagslegra þrenginga. Evrópusambandið ákvað því að veita Íslandi ríkulega IPA styrki til að undirbúa heima fyrir þá aðild sem Íslendignar sóttust eftir.
Þarna kemur fram hjá þekktum ESB-sinna að ESB-ferlinu var breytt upp úr aldamótum og að Íslendingar fái peninga í formi IPA-styrkja til að breyta stjórnkerfinu til samræmis við kröfur ESB áður en viðræðum er lokið.
![]() |
Meirihluti vill klára viðræðurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Spillt yfirstjórn ESB og óspillt lýðræði þrífst ekki í sama rými. Það eru eins andstæðir pólar og plús/mínus. Það slær allri orku út, ef þeir andstæðu pólar koma saman.
Vonandi koma sem flestir á fundinn í Öskju, stofu: 132 (í háskólabyggingu bak við Norræna húsið).
Fræðsla um staðreyndir innan ESB-höfuðstöðvanna er nauðsynleg.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.8.2013 kl. 11:57
Gleymdi að taka fram að fundurinn er kl. 17.00-18.00 í dag.
Það skaðar engan að heyra sem flestar hliðar á ESB, frá fólki sem þekkir raunverulega ESB, af eigin reynslu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.8.2013 kl. 14:24
Átta mig samt ekki á þessu.Ísland getur að sjálfsögðu tekið upp regluverkið meðan á viðræðum stendur(Veit nú reyndar ekki hvers vegna í ósköpunum) en inngöngu þarf að staðfesta með þjóðaratkvæðagreiðslu.Ef inngangan yrði felld hljóta þessi regluverk að falla niður.Spurningin er bara ,er þetta það sem fólk vill?Held reyndar að meirihlutinn af þessu regluverki sé þegar til staðar gegnum EES.En það þarf að fara yfir þessi mál með miklu ýtarlegri hætti en ekki byggja á ?Ég tel það ekki rétt að halda þessum viðræðum áfram en þjóðarviljinn hlýtur að eiga að ráða.
Jósef Smári Ásmundsson, 31.8.2013 kl. 07:36
Páll. Ert þú enn að bera þessa haugalygi um aðlögun samhliða viðræðum á borð. Hefur þú enga sómakennd sem blaðamaður gagnvart því að bera beinar lygar á borð á bloggsíðunni þinni?
Steðreyndin er sú að í viðræðunum er fyrst rýnt í það hverju þarf að breyta og síðan gerð áætlun um það hvernig það er gert og er húm tímasett. Það líða venjulega um eitt og hálft til tvö ár frá því aðild er samþykkt þangað til að formlegri aðild verður. Það er á þeim tíma sem aðlögunin fer fram að mestu eða öllu leyti. Það er aðeins í þeim tilfellum sem niðurstaðan í vinnunni við að tímasetja ákveðnar breytingar leiðir í ljós að þær breytingar sé ekki hægt að framkvæma innan þess tímaramma sem til stendur að líði milli samþykktar og aðildar sem í sumum tilfellum er gerð krafa um að vinnan verði hafin áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur. En einnig eru fordæmi fyrir tímabundnum undanþágum eftir aðild í slíkum tilfellum til að ekki þurfi að hefja vinnuna fyrr. Það er samningsatriði hvor leiðin er farin í slíkum tilfellum.
Til að tryggja eins vel og kostur er að það takist að gera nauðsynlegar breytingar á þeim tíma sem er milli samþykktar og aðildar þá eru samhliða viðræðum framkvæmdar ýmsar aðgerðir til að styrkja þær stofnanir sem eiga að framkvæma breytingarnar og bæta þekkingu þeirra og ýmislegt annað til að gera þær í stakk búnar að klára málið innan tímarammans. Það er þetta sem meðal annars er framkvæmt fyrir IPA styrkina.
En lykilatriðið er þó það að það er aðiens í undantekningartilfellum sem gerð er krafa um að vinna við aðlögun sé hafin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og það er ekki gerð krafa um neinar breytingar sem ekki eru auðveldlega afturkræfar verði aðild hafnað. Og þó aðild verði hafnað er engin krafa gerð um endurgreiðslu IPA styrkjanna.
Fullyrðingin um aðlögun samhliða aðildarviðræðum eru því einfaldlega rangfærslur til þess ætlaðar að fá fólk til fylgis við þá kröfu að slíta viðræðum á upplognum forsendum.
Það sem nú er í gangi eru aðildarviðræður sem væntanlega leiða af sér aðildarsamning sem þá verður borinn undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef hann er samþykktur þá fer í gang aðlögun að regluverki ESB og síðan aðild einu og háflu til tveimur árum síðar. Ef hann er felldur þá höldum við einfaldlega áfram að vinna innan EES samningsins og þurfum að reyna að finna aðral lausn á gjaldmiðildmálum okkar. Íslensku krónuna getum við ekki búið við til frambúðar ef við viljum reka hér nútíma þjóðsfélag með lífskjörum sem jafnast á við það besta sem gerist í heiminum og gerir landið áhugaverðan kost fyrir unga fólkið okkar til að búa á.
Sigurður M Grétarsson, 31.8.2013 kl. 11:38
Sigurður M. ..þú berð her lygi uppá fólk ,en bullar sjálfur eins og enginn se morgundagurinn !...Og svo er ekkert i gangi það hefur öllum aðildarviðræðum verið hætt hætt og mer synist á öllu að þú sert þessi einn af öfgam. ESB sinna ??...gangi þer vel ..en kynntu þer hlutina betur áður en þú sendir fólki tóninn næst !
rhansen, 1.9.2013 kl. 23:25
Rihansen. Samkvæmt nýjustu yfirlýsingum utanríkisráðherra hefur viðræðum ekki verið hætt endanlega og við enn með stöðu umsóknarríkis. Viðræðurnar hafa því verið settar á ís en þeim hefur ekki verið hætt endanlega. Það eru því engar rangfærslur í minni athugasemd.
En sú fullyrðing að aðlögun eigi sér stað samhliða viðræðunum sem ekki eru nauðsynlegar vegna aðildar okkar að EES samningum er eifallega lygi. Það er allvega borðleggjandi staðreynd.
Ég hef einmitt kynnt mér þessar viðræður sem er annað en hægt er að segja um marga aðra sem eru að tjá sig hér.
Sigurður M Grétarsson, 2.9.2013 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.