Jón Baldvin fær ómaklega meðferð

Jón Baldvin Hannibalsson fór illa að ráði sínu þegar hann í sendiherratíð sinni skrifaði ungri frænku sinni klámyrt bréf. Þau mistök geta á hinn bóginn tæplega dæmt hann úr leik sem fyrirlesara við Háskóla Íslands.

Jón Baldvin býr að reynslu sem stjórnmálamaður, utanríkisráherra og sendiherra. Þótt hann sé ESB-sinni eru sjónarmið hans um stöðu smáþjóða í alþjóðasamfélaginu áhugaverð og eiga erindi bæði við háskólanema og í almenna umræðu.

Textinn sem Jón Baldvin skrifaði frænku sinni væri betur óskrifaður. En það er ómaklegt að nota þann texta sem rök gegn fyrirlesaranum Jóni Baldvini.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband