ESB-sinni vill ekki þjóðaratkvæði um framhaldið

Samfylkingarfólk og fáeinir ESB-sinnar í Sjálfstæðisflokknum reyndu eftir kosningar að búa sér til vígstöðu með kröfu um þjóðaratkvæði um framhald ESB-umsóknarinnar. Málatilbúnaðurinn var ótrúverðugur enda var þjóðin ekki spurð þegar umsóknin var send til Brussel sumarið 2009.

Karl Th. Birgisson er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu en hann vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Rökin sem hann færir fyrir máli sínu eru að þeir flokkar sem þjóðin kaus í meirihluta á alþingi eru báðir andvígir aðild.

Karl Th. er líkt og margir ESB-sinnar þeirrar sannfæringar að yfirburðir evrunnar yfir krónuna mun sannfæra þjóðina um ágæti aðildar. Þetta er óskhyggja. Evran hefur ekki sannfært nema 17 af 28 þjóðum Evrópusambandsins um að fórna eigin gjaldmiðli. Kreppan á evru-svæðinu er hvergi nærri leyst.

Evran og efnahagsleg örlög jaðarríkja Evrópusambandsins sem búa við myntina er Íslendingum víti til varnaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband