Borg skilgreinir sig

Ofmælt er að Reykjavík sé bílaborg, í það minnsta ekki vestan lækjar. Úthverfin eru sum hver vel bílvædd. Á síðustu árum er búið að gera annarri umferð hærra undir höfði með gerð gangstíga og hjólreiðabrauta.

Það er ekkert tiltökumál að komast leiðar sinnar á hjóli eða gangandi um borgina þvera og endilanga.

Tilraunin á Hofsvallagötu er minnst um umferðaröryggi en mest útlitsflipp. Og þrátt fyrir úrslit síðustu borgarstjórnarkosninga er reykvískur almenningur með takmarkaðan smekk fyrir opinberum kjánaskap.


mbl.is „Reykjavík er bílaborg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Mæl þú manna heilastur, kæri bloggvinur,Páll Vilhjámsson. Útlitsflipp er rétta orðið yfir þessi ósköp !

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 27.8.2013 kl. 21:53

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Páll Hjaltason skipulagsstjóri lýsti því strax eftir kosningarnar hvernig Besti flokkurinn ætli að „breyta“ borginni. Augljós tilgangur þeirra er t.d. að fækka bílum, í algerri óþökk flestra íbúanna, sem vilja sjálfir velja sinn samgöngumáta. Þessir alræðistilburðir kristulluðust áðan þegar hann talaði um „endanlega lausn“ á Hofsvallagötunni, eins og einhver gerði forðum í öðru alræði.

Reykjavík er frábær borg eins og hún er. Hjólreiðafólk getur alveg fengið sínar lausnir án þess að valta yfir hin 95% íbúanna.

Ívar Pálsson, 27.8.2013 kl. 21:56

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Með því að þétta byggð þá eykst lífsgæði allra borgarbúa.

Fækkun bíla er ekki gerð í óþökk íbúa Reykjavíkur... þvert á móti.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.8.2013 kl. 22:23

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Þéttari byggð þýðir minna rými fyrir hvern íbúa og það í einu rúmbesta landi Vesturlanda. Ég trúi ekki að íbúar sem fyrir eru gleðjist þegar nýjar háar bílastæðalitlar blokkir eru byggðar fyrir framan þá í nafni þéttari byggðar, þar sem þeim er síðan gert illfært að nota bílinn sinn á skaplegan hátt.

Þvinguð fækkun bíla er gerð í óþökk þeirra sem þá eiga, en það eru amk. 70% vegfarenda. Þar að auki fer þjónusta fram með bílum, ekki KRON- reiðhjólum eins og forðum.

Ívar Pálsson, 27.8.2013 kl. 22:48

5 Smámynd: Steinarr Kr.

Quote Sleggjan: "Með því að þétta byggð þá eykst lífsgæði allra borgarbúa".

Þessi setning heyrist oft, án þess að henni fylgi einhver rökstuðningur. Var að koma frá París, sem er ein þéttasta borg í Evrópu, get ekki séð að lífsgæðin séu betri en hér.

En frasar virðast ganga vel í fólk.

Steinarr Kr. , 28.8.2013 kl. 11:46

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://en.wikipedia.org/wiki/World%27s_most_livable_cities

heimildin

en þú kemur ekki með neina heimild nema þitt mat eftir ferð frá parís

semsagt engin heimild what so ever

Sleggjan og Hvellurinn, 28.8.2013 kl. 11:50

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ef fólk vill meiri þettleika af hverju ekki bara að flytja í blokk?

Ragnhildur Kolka, 28.8.2013 kl. 11:53

8 Smámynd: Kommentarinn

"Ofmælt er að Reykjavík sé bílaborg"

Þvert á móti má færa rök fyrir því að Reykjavík sé einhver mesta bílaborg Evrópu. Það er nóg að bera saman þéttleika borga í Evrópu til að átta sig á því. Reykjavík er álíka stór og París en innan þeirra borgarmarka búa ca. 2.2 milljónir seinast þegar ég gáði.

Þjónusta stendur síður undir sér þegar þéttleikinn er minni, fólk eyðir meiri tíma og pening í samgöngur og mannlíf er minna. Þétting byggðar bætir hinsvegar alla þessa þætti.

Það gerir lítið gagn að flytja í blokk eins og Ragnhildur leggur til ef blokkin er í miðri eyðimörk bílastæða og mislægra gatnamóta.

Draumur baby boomers kynslóðarinnar um eigin bíl og hús í úthverfi er ekki eins sterkur hjá ungu fólki í dag og eru viðhorfin að breytast þegar fólk áttar sig á kostum þess að búa í borg.

Kommentarinn, 28.8.2013 kl. 12:58

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

sammála komentarinum

Sleggjan og Hvellurinn, 28.8.2013 kl. 15:26

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Borgarstjórnin eitrar andrúmsloftið með bulli og vanhæfni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.8.2013 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband