Samfylkingin kann ekki að gefa undir fótinn

Fyrsta verkefni stjórnarandstöðu er að finna veika bletti á samstarfi ríkisstjórnarflokkanna (við búum alltaf við samsteypustjórnir). Þegar búið er kortleggja snöggu blettina þarf að gera hosur sínar grænar fyrir þeim stjórnarflokki sem stendur stjórnarandstöðunni næstur. Þannig er búin til spenna milli stjórnarflokkanna.

Samfylkingin, sem á að heita leiðandi stjórnarandstöðuflokkur, kann ekki grundvallarsporin í andstöðupólitík og finnur ekki glímutök á ríkisstjórninni. Þeir sem gefa tóninn í samfylkingarumræðunni geta ekki einu sinni komið sér saman um hvort Framsóknarflokkur eða Sjálfstæðisflokkur standa Samfylkingunni nær.

Stefán Ólafsson minnir reglulega á að Sjálfstæðisflokkurinn sé höfuðandstæðingur Samfylkingar. Samkvæmt Stefáni ætti samfylkingarfólk að reyna við Framsóknarflokkinn, pólitískt auðvitað. Illugi Jökulsson, á hinn bóginn, telur Framsóknarflokkinn hinn versta hóp manna og sárvorkennir Sjálfstæðisflokknum með selskapið í stjórnarráðinu.

Frjálshyggju-armur Samfylkingar vill sem sagt stíga í vænginn við Sjálfstæðisflokkinn á meðan félagshyggjudeild samfylkingarfólks hallar sér að Framsóknarflokknum.

Er ekki málið að Samfylkingin er í raun tveir flokkar? Við þær kringum stæður á Samfylkingin ekki sjens - enda er VG óðum að festa sig í sessi sem forystuafl á vinstri vængnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Geisp.....

hilmar jónsson, 23.8.2013 kl. 17:35

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Samfylkingin er eins og nafnið gefur til kynna fylking margra flokksbrota sem þola að vera saman til að ná völdum. Þar skipta nafnabreytingar litlu, en hagsmunirnir öllu.

Steinarr Kr. , 23.8.2013 kl. 17:55

3 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Já..Geisp Hilmar...kannski kemur sama rullan á morgun...hver veit.

Hún er orðin lítil framþróun í þessu blöggi Páls...alltaf er sífellt hjakkað í sama farinu...innihaldslaust þvaður.

Friðrik Friðriksson, 23.8.2013 kl. 21:14

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það e rétt Steinarr Kr.Hagsmunir Samfylkingar skipta þá öllu,hvað sem þeir kalla sig. Svo eru svefnpurkurnar mættar hér,getum við nokkuð hjálpað,? Datt í hug að þeir litu inn til Illuga Jökuls,hann er svo mikið skáld!! Kveinar yfiir bulli Framsóknarmannanna, Gunnars Braga og Sigmundar Davíðs um Evrópumál,en sá síðarnefndi hefur lítið tjáð sig um þau mál, þetta kallast að færa í stílinn.

Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2013 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband