Pólitísk umræðustýring af hæsta gæðaflokki

Álitsgerð utanríkisráðherra gerbreytti umræðunni um slit á ESB-ferlinu. Álitsgerðin færði víglínuna frá umræðunni um þjóðaratkvæði yfir í álitamál hvort þingið eigi að hafa aðkomu að ákvörðun um framhald ESB-umsóknar.

Hádegisfréttir RÚV endurspegluðu gerbreytta vígstöðu ríkisstjórnarinnar gagnvart stjórnarandstöðu. Jafnvel sérvaldir álitsgjafar RÚV gátu ekki sagt meira en að líklega ætti alþingi að hafa rétt til að ræða afleiðingar þess að ríkisstjórnin jarðar ESB-umsóknina.

Gunnar Bragi sýnir sig meistara í pólitískri umræðustjórnun.


mbl.is Umsóknin hefur ekki verið afturkölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann hefði getað minnt Árna Pál á að einmitt vegna mikilvægis 17.greinar stjórnarskrár Íslands,bar umsækjendum um ESB að leita undirskriftar forsetans.

Allt í einu er nauðsynlegt að taka tillit til þess þegar losa á landið undan ESB.

Helga Kristjánsdóttir, 23.8.2013 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband