Miđvikudagur, 21. ágúst 2013
Heimir Már talar hátt en segir fátt
Heimir Már Pétursson fréttamađur skrifar undarlega grein í Fréttablađiđ í dag. Greinin er sneisafull af stórum yfirlýsingum um hve illa er komiđ fram viđ RÚV. Önnur efnisgreinin er svohljóđandi:
Ţađ er sorglegt og raunar ekkert annađ en ógnvćnlegt hvernig hluti valda- og á stundum forréttindastéttarinnar í landinu rćđst ítrekađ međ ruddalegum dólgshćtti ađ fréttastofu Ríkisútvarpsins og oft nafngreindum fréttamönnum ţar. Ţetta er slíkur ruddaskapur ađ sćmir ekki siđuđu samfélagi sem, í orđi alla vega, kennir sig viđ lýđrćđi.
Heimir Már tilfćrir ekki eitt einasta dćmi um ,,ruddalegan dólgshátt" gagnvart RÚV. En vegna ţess ađ Heimir Már býr ađ reynslu af fjölmiđlastörfum í meira en tuttugu ár hlýtur hann ađ hafa skođun á eftirfarandi:
- Er ţađ eđlilegt ađ fréttamađur RÚV hóti málssókn ţegar bloggari út í bć hefur skođun á fréttaflutningi RÚV og segir ţá skođun undir fullu nafni?
- Á RÚV ekki ađ biđjast afsökunar á ţví ţegar fréttamađur leggur viđmćlenda orđ í munn?
- Er ekki eđlileg krafa ađ fréttamenn RÚV fari rétt međ grunnstađreyndir pólitískra álitamála.
- Á RÚV ađ komast upp međ ţađ ađ svara ekki rökstuddri gagnrýni á rađfréttir RÚV sem bersýnilega hafa pólitískt markmiđ?
Heimir Már hlýtur ađ hafa skođun á ţessum álitamálum, sem vel ađ merkja eru ekki uppfinning ,,valda- og forréttindastéttar landsins."
Athugasemdir
Ţađ segir sína sögu hverjir ţađ eru, sem nú rjúka upp til hana og fóta til varnar RÚV. Ţađ eru allt saman vinstri menn. Hvers vegna? Gagnrýni á Ríkisútvarpiđ er nefnilega ekki í neinum skilningi „atlaga ađ fjölmiđlamönnum“ eđa enn síđur málfrelsi. Ţetta er ekki einkamiđill, heldur hafa tilteknir ađilar hertkiđ opinbera stofnun og nota hana sjónarmiđum sínum til framdráttar. Ţetta snýst um menn sem nánast daglega misnota ţađ traust sem ţeim hefur veriđ sýnt til ađ trođa einkaskođunum sínum upp á ţjóđina á kostnađ almennings, sem er beinlínis neyddur til ađ sitja undir ţessu. Allt ţetta tal um „árásir á tjáningarfrelsiđ“ er gjörsamlega út í hött
Vilhjálmur Eyţórsson, 21.8.2013 kl. 15:06
Algerlega sammála síđuskrifara og Vilhjálmi Eyţórssyni hér ađ ofan.
Gunnlaugur I., 21.8.2013 kl. 20:52
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.