Þriðjudagur, 20. ágúst 2013
12,9 prósentin, ESB-umsóknin og umræðuhönnun RÚV
Einn stjórnmálaflokkur er með á stefnuskrá sinni að Ísland verði aðildarríki Evrópusambandsins. Í vor fékk Samfylkingin 12,9 prósent fylgi í þjóðaratkvæðagreiðslu til alþingis. Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga hafnaði eina stjórnmálaflokknum sem bauð fram undir merkjum ESB-aðildar.
Sigurvegarar kosninganna, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, eru báðir með á stefnuskrá sinni að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.
Þrátt fyrir þetta skýru stöðu mála hefur tekist í nokkra daga að haga opinberri umræðu á þann veg að það sé knýjandi nauðsyni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hið sérstaka áhugamál Samfylkingar.
Veigamikil ástæða fyrir þessari umræðu er hvernig RÚV heldur á málum. RÚV stundar umræðuhönnun í Evrópumálum. Fréttamenn RÚV afflytja forsendur umræðunnar og í krafti endurtekningar setur RÚV sérmál Samfylkingar efst á dagskrá stjórnmálaumræðunnar.
Stefna flokkanna alltaf verið skýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Staðreyndirnar eru þessar samkvæmt skoðanakönnunum.
Um 60% þjóðarinnar vilja klára aðildarviðræðurnar og kjósa síðan um aðildarsamning. Þetta má sjá hér http://jaisland.is/umraedan/ny-konnun-61-vill-klara-adildarvidraedur-vid-esb/#.UhO8HNKdZgG
Yfir 90% vilja fá að kjósa um það hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram eða ekki. Þetta má sjá hér https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10201805405841483&set=a.3120650419848.156518.1372180662&type=1&theater
Því fer því fjarri að áframhald aðildarviðræðna hafi verið hafnað. Það var ekki það mál sem réði vali fólks á flokkum í seinustu Alþingiskosningum og því út í hött að tala um að þeirri stefnu hafi verið hafnað í kosningunum.
Sigurður M Grétarsson, 20.8.2013 kl. 18:57
Höfundur titlar sig blaðamann, ekki finnst mér það merkilegur blaðamaður sem að japlar alltaf á því sama endalaust, það er hvað Sf fékk mikið fylgi í síðustu kostningum, eða þá áróður á fréttamenn RÚV. Líttu þér nær maður.
Hjörtur Herbertsson, 20.8.2013 kl. 19:03
LANDRÁÐAFYLKINGIN hefur "dygga" fótgönguliða til þess að halda uppi lygunum um ESB í þessum tveimur....
Jóhann Elíasson, 20.8.2013 kl. 19:33
Aldrei er góð vísa of oft kveðin, Hjörtur. En er það ekki Samfylkingin sem er endalaust að 'japla' á Brusseldýrðinni? Og við hæfi að benda í sífellu á hvað flokkurinn er mikill minnihlutahópur og ætti alls ekki að ráða okkar fullveldi.
Elle_, 20.8.2013 kl. 19:58
Hjörtur fer í manninn!! Rökræðum verða að fylgja staðreyndir og þegar þær eru 100% sannar,að Samfylkingin fékk 12,9 % atkvæða fyrir ca,hálfu ári,en ætlar nú með sama hætti og hún þvingaði aðildarumsókn ESB. í gegn,að heimta þjóða.atkvæðadreiðslu,sem var ekki viðkomandi þegar hún gat ráðið því,, þá er stutt í gamla fokking,fokkið,svo fallegt sem það er. Ég veit að flestallir sem kusu Sjálfsstæðisflokkinn og Framsókn,en höfðu ekki endilega aðdáun á þeim um langt árabil,kusu þá vegna afstöðu þeirra til ESB.Það má meðal annars sjá af þeirri gífurlegu aukningu Framsóknar,eftir lofsverða baráttu allan valdatíma Samfylkingar. Það kunnu landsmenn að meta.
Helga Kristjánsdóttir, 20.8.2013 kl. 21:03
Ég hélt að Björt framtíð hefði fengið eitthvað fylgi og þingmenn og haft einhverja skoðun á viðræðum við ESB. Hélt líka að Vg hefði ályktað um viðræður fyrir kosningar. Minnir að Píratar hefðu eitthvað sagt líka.
En 12,9 prósent er víst eina talan sem blívur, aftur og aftur.
Ómar Ragnarsson, 20.8.2013 kl. 21:13
Getum við ekki bara haft það þannig að talan 2% blívi? Flokkur Samfylkingar er hvort eð er næstum horfinn.
Elle_, 20.8.2013 kl. 22:27
Björt framtíð bauð ekki fram undir merkjum þess að Ísland ætti að verða aðili að ESB. VG segir beint út að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB en innan.
Á hinn bóginn: Björt framtíð vill ljúka viðræðum og VG hefur jafnframt gefið ádrátt um stuðning við það. En ,,viðræðuleiðin" að aðilarsamningi er ófær, einfaldlega vegna þess að ESB býður ekki upp á hana. Aðlögun er eina leiðin.
Páll Vilhjálmsson, 20.8.2013 kl. 22:40
Jóhann, ég hef enga afstöðu tekið til ESB, frekar neikvæður en jákvæður. Helga, Framsókn fékk þetta rosa fylgi sitt út á kosningaloforðið að bjarga heimilunum, sem lítið hefur borið á. Enda má sjá það á því, hversu fylgi þeirra hrinur niður samkvæmt skoðanakönnunum.
Hjörtur Herbertsson, 21.8.2013 kl. 20:06
Síðbúið svar Hjörtur,,á að bera á öllum loforðum áður en stjórnin hefur kíkt í kladdana þeirra fráfarandi.Sumarið er rétt að enda og kjósendur hafa þegar fengið STANZ á ESB villuljósið þitt og 12,9 prósentanna.Sjáðu hve allir eru rólegir,þeir vita að það kemur að heimilunum og meira að segja verður verðtryggingunni eytt á mikl vægustu lánunum.
Helga Kristjánsdóttir, 21.8.2013 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.