ESB níðist á smáþjóðum

Evrópusambandið leggur viðskiptabann á Færeyjar og hótar Íslendingum sömu meðferð. Viðskiptabannið er tilraun ESB til að kúga smáþjóðir til að beygja sig undir vilja sambandsins.

Evrópusambandið ætlar sér forræði yfir veiðum í Norður-Atlantshafi. Sambandið notar flökkustofna sem átyllu til að gera atlögu að fullveldisrétti smáþjóðanna sem byggja þetta hafssvæði.

 Rússar, sem líka veiða úr flökkustofnum, fá ekki á sig viðskiptabann eða hótanir.

Evrópusambandið telur Færeyinga og Íslendinga hæfilegt skotmark. Eina leiðin til að svara þessum yfirgangi er að strandríkin á Norður-Atlantshafi sameinist í andstöðu við Evrópusambandið.


mbl.is Bann ESB tekur gildi eftir viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Einn að samningamönnum Íslands hefur látið hafa það eftir sér að það samræmist ekki hagsmunum Íslendinga að styðja sjálfstöku þjóða á kvóta, sama hvort þær eru stórar eða litlar.

Værum við kát ef Færeyjar eða aðrir segðust ætla að þrefalda kvóta sinn í íslenskri lögsögu ?

Jón Ingi Cæsarsson, 20.8.2013 kl. 12:57

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Jón Ingi,

Færeyingar eru að stunda veiðar í sinni eigin lögsögu, alveg eins og við Íslendingar gerum.  Makríllinn og síldin eru svo ósvífin að ganga í lögsögu þeirra og okkar, ESB ætti að álykta gegn ósvífni þessara tegunda og setja upp landamæravörslu svo þær héldu sér í ESB-lögsögu, en væru ekki að sækja til okkar eða Færeyinga eftir æti.

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.8.2013 kl. 13:46

5 Smámynd: Björn Birgisson

Eru Færeyingar og Íslendingar smáþjóðir í heimi fiskveiðiþjóða? Held ekki.

Björn Birgisson, 20.8.2013 kl. 14:59

6 Smámynd: Elle_

Fiskurinn í sjónum stækkar ekki þjóðir.  Sambandið níðist á smáríkjum eins og drottnurum hæfir.

Elle_, 20.8.2013 kl. 15:29

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ja, ef heimssýn og framsjallastjórnvöld vilja endilega láta færeyinga fá hluta af sínum síldarkvóta - þá er það allt í lagi mín vegna.

Jú jú, við skulum bara ekkert veiða síld hérna. Við skulum bara láta færeyinga fá okkar hlut.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.8.2013 kl. 15:32

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já Elle eins og drottnurum sæmir,sem opinberast sem lyddur sem þora ekki að stugga við bangsanum í austri,fyrst þeir eru að belgja sig yfir löglegum veiðum Íslendinga. Ekki syndir makríllinn inn í Rússa lögsögu og háma í sig viðurværi fugla og fiska . Myndum sterka samstöðu með Norður- Atlandslhafs löndi.

Helga Kristjánsdóttir, 20.8.2013 kl. 17:04

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta fyrirhugaða makrílveiðibann er eiginlega svolítið "absúrd". 

Makríll ESB flýr norður á bóginn, veiðimenn þar veiða makrílinn og vilja skila honum heim til sín - dauðum að vísu.   En það má ekki.

Ætli kúnstin sé að skila makrílnum lifandi og heimta lausnargjald?

Kolbrún Hilmars, 20.8.2013 kl. 17:37

10 Smámynd: Rafn Guðmundsson

er þetta ekki bara enn ein góð ástæða fyrir aðild að esb. við komum aldrei til að stækka svona ein í 'neverland'

Rafn Guðmundsson, 20.8.2013 kl. 17:39

11 Smámynd: Elle_

Rafn, við erum ekki ein, við erum ekki í Neverland og við verðum ekki að stækka neitt.  Fiskurinn syndir samt til okkar.  Og allt er fullt af útlendingum.

Elle_, 20.8.2013 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband