Þýskaland yfirgefi evru-svæðið

Aðalráðgjafi fjármálaráðherra Þýskalands, Kai A. Konrad, telur farsælast að Þýskaland ásamt einum til tveim Norður-Evrópuríkjum yfirgefi evru-svæðið til að skapa forsendur fyrir endurreisn hagkerfa í Suður-Evrópu.

Konrad lýsir sjónvarmiðum sínum í viðtali við Die Welt. Hann telur enga lausn felast í því að Grikkland og önnur skuldug jaðarríki yfirgefi evru-svæðið. Viðkomandi ríki myndu drukkna í skuldum þar sem nýr gjaldmiðill þeirra yrði verðminni en evran. Skuldir ríkjanna væru áfram skráðar í evrum. Því sé betri lausn að Þýskaland yfirgefi gjaldmiðlasamstarfið.

Konrad segir evru-samstarfið ekki ganga upp þar sem aðildarríki samstarfsins, 17 að tölu, eru ekki tilbúin að beygja sig undir nauðsynlegan aga í ríkisfjármálum. Hinn kosturinn er að setja saman evrópskt stórríki með lýðræðislega lögmætu þingi og ríkisstjórn. En það er óskhyggja, segir Konrad.

Eftir þýsku þingskosningarnar í september má búast við stórtíðindum frá Berlín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Helgason

Það má vera að þetta sé lausnin en það er erfitt að sjá fyrir sér að Þjóðverjar fari þessa leið. Maður veit þó aldrei.

Upptaka Evrunnar gerði það að verkum að Þjóðverjar náðu að lækka laun heima fyrir um helming yfir nótt og á sama tíma jókst kaupmáttur suður Evrópubúa tímabundið og gerði þeim kleift að kaupa þýskar vörur sem aldrei fyrr.  Og afleiðingarnar eru þær að Þjóðverjar eiga núna Evru hluta álfunnar með húð og hári.

Að fara aftur yfir í þýska markið myndi væntanlega þýða mikla styrkingu á því gagnvart Evru með tilheyrandi versnandi samkeppnishæfni þýsks iðnaðar. Í leiðinni er það vandséð að það finnist norður álfu ríki sem vildu láta festa sig inni í sterkri norðurevrópskri mynt á sama tíma og allar þjóðir reyna að keppast við að halda gengi gjaldmiðla sinna niðri til þess að örva útflutning.

Benedikt Helgason, 19.8.2013 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband