Lömbin þagna - líka á RÚV

Alla helgina, frá föstudagskvöldi að telja, var krafa ESB-sinna um þjóðaratkvæði aðalmálið í öllum aðalfréttatímum RÚV. Í öllum aðalfréttatímum RÚV í gær, bæði í sjónvarpi og útvarpi, var krafa ESB-sinna fyrsta frétt hvers fréttatíma.

Í hádeginu í dag, sunnudag, var fyrsta fréttin í RÚV vitanlega til stuðnings kröfu ESB-sinna um þjóðaratkvæðagreiðslu.

En viti menn, hvorki sexfréttir RÚV í dag né sjónvarpsfréttir nefndu þjóðaratkvæðagreiðslumálið einu orði. Ekki eitt einasta orð. Málið sem aðalmálið í öllum fréttatímum gærdagsins er einfaldlega gufað upp.

Hvað veldur?

Kannski að þetta blogg hafi afhjúpað ESB-áráttu RÚV? Og í framhaldi hafi RÚV-lömbin gert hlé á ESB-áróðrinum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gott ef svo væri, Páll en líklega voru bara vaktaskipti. Jafnvel RÚV verður stundum að koma upp til að anda og þá taka skoðanabræðurnir á Stöð 2 við keflinu.

Þjóðaratkvæðagreiðslan var fyrsta og aðalfrétt ESB blóðbræðranna á Stöð 2 og við því er enginn leikur í stöðunni. Þetta er jú einkarekin stöð.

Ragnhildur Kolka, 18.8.2013 kl. 22:25

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ef ESB málið á ekki að vera aðal fréttaefnið, eins og málum er nú háttað - hvaða mál ætti frekar að vera það?

Björn Birgisson, 19.8.2013 kl. 14:06

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Bara til að hafa þetta á hreinu. Þegar við bætist að formaður annars stjórnarflokksins lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningar þá er eðlilegt að spurt sé um þetta. Það er ekkert að því að fylgja slíku eftir í einhvern tíma og ekki hægt að spyrða það við einhvert blogg þó slíkt taki enda.

http://jaisland.is/umraedan/ny-konnun-61-vill-klara-adildarvidraedur-vid-esb/#.UhJYOdKdZgG

Sigurður M Grétarsson, 19.8.2013 kl. 17:41

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Og svo til að hafa þetta á hreinu. Það er engin fjölmiðill sem hefur fjallað um ESB málið að meiri fagmennsku og meira hlutleysi en RÚV. En það eru ýmsir ESB andstæðingar sem sjá allt á hornum sér varðandi ESB sem líta svo á að öll fjölmiðlaumfjöllun um ESB sem er ekki neikvæð sé áróður eða dæmi um hlutdrægni svo ekki sé talað um fréttir eða umfjöllun sem fjallar um ESB í jákvæðu ljósi. En það breytir samt ekki því að slíkt er einfaldlega eðlileg umfjöllun og það er það mikið jákvætt við ESB og það margir kostir við ESB aðild fyrir Ísland að það er eðlilegt að talsvert sé um jákvæða umfjöllun um ESB og það því ekki dæmi um neina hlutdrægni eða áróður.

Sigurður M Grétarsson, 19.8.2013 kl. 17:44

5 Smámynd: rhansen

Nei þeir fengu smá skammarpistla Páll og Óðinn ....mættu báðir missa sig :(.......og svo ættu þeir sem enn vilja klára viðræðurnar skilja ...að það er engin þjóðaratkvæðagreiðsla i boði" EFTIRÁ "....hvernar skyldi fólk skilja á þá erum við gengin inn i ESB ...Það er með eindæmum ruglið !!!!!!!!!!!!!

rhansen, 19.8.2013 kl. 19:18

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Rhansen. Það er ekki nema von að menn skilji ekki þetta bull sem þú ert að fara fram með. Við göngum ekki í ESB nema aðildarsaningur verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu og öll aðildarríki ESB samþykki hann.

Málið er einfalt. Við klárum aðildarsamninginn. Setjum hann í þjóaratkvæðagreiðslu. Ef hann er felldur þá einfaldlega vinnum við út frá EES samningum og innan EFTA. Verði hann samþykktur þá fer samningurinn til samþykktar hjá öllum aðildarríkjunum og ef þau öll samþykkja hann líka þá hefst aðlögun okkar að þeim ESB reglum sem við höfum ekki þegar tekið inn vegna EES samningsins. Það ferli tekur eitt og hálft til tvö ár og að því ferli loknu göngum við í formlega í ESB.

Allt tal um að við séum nú þegar í aðlögunarferli og að við séum í raun þegar gengin í ESB þegar aðildarviðræðurnar eru búnar og þá sé of seint að snúa við er hauga helvítis lygi til þess eins ætluð að fá fólk til fylgis við þá tillögu að slíta viðræðunum út frá fölkum forsendum.

Sigurður M Grétarsson, 19.8.2013 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband