Sunnudagur, 18. ágúst 2013
Stefán Ólafs, Gunnar Bragi og fíflin í umræðunni
Utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, segir að það sé ekki hægt að skoða í pakkann, þ.e. ljúka viðræðum við Evrópusambandið til að sjá hvað er í boði. Stefán Ólafsson prófessor spyr með þjósti hvort Gunnar Bragi haldi að þjóðin sé fífl - Norðmenn hafi tvisvar gert samninga við ESB og í þeim skilningi ,,skoðað í pakkann."
Stefán klykkir út með þessu
Auðvitað er hægt að skoða í pakkann (fá niðurstöðu í aðildarviðræður og taka svo afstöðu til þeirra)
Þetta er rangt hjá Stefáni. Norðmenn gerðu í tvígang samninga við Evrópusambandið og felldu í þjóðaratkvæðagreiðslum árin 1972 og 1994. Á þeim tíma var inngöguferlið inn í Evrópusambandið annað en núna. Þegar ESB stóð frammi fyrir því að taka inn í sambandið ríki Austur-Evrópu var tekið upp aðlögunarferli sem felur í sér að umsóknarríki taka jafnt og þétt upp lög og reglur ESB samtímis sem viðræður standa yfir.
ESB segir sjálft að það sé misvísandi að nota orðið viðræður um ferlið og talar iðulega um ,,accession process." Það er ekkert um að semja, aðeins um tímasetningu og skilyrði fyrir innleiðingu laga- og regluverks ESB sem eru upp á 100 þúsund blaðsíður.
Í útgáfu ESB frá 2011 er þetta útskýrt á bls. 9
The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.
Lengi vel neituðu ESB-sinnar að kannast við þessa breyttu stöðu. En eftir umræðuna um IPA-styrkina, sem eru aðlögunarstyrkir, er sumir farnir að átta sig. Eiríkur Bergmann var fenginn á Eyjuna nýverið til að vitna og þar segir
Eiríkur rifjar upp að þessu kerfi hafi verið komið á í aðdraganda aðildar Austur Evrópuríkja sem varð árið 2004, en í stjórnsýslulegu og efnahagslegu tilliti stóðu þau höllum fæti gagnvart þeim ríkjum sem fyrir voru í ESB. Íslendingar sóttu um aðild að ESB í kjölfar hruns fjármálakerfisins og mikilla efnahagslegra þrenginga. Evrópusambandið ákvað því að veita Íslandi ríkulega IPA styrki til að undirbúa heima fyrir þá aðild sem Íslendignar sóttust eftir.
Þarna kemur fram hjá þekktum ESB-sinna að ESB-ferlinu var breytt upp úr aldamótum og að Íslendingar fái peninga í formi IPA-styrkja til að breyta stjórnkerfinu til samræmis við kröfur ESB áður en viðræðum er lokið.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur rétt fyrir sér en Stefán Ólafsson hefur rangt fyrir sér í álitamálinu um hvort hægt sé að ,,kíkja í pakkann" hjá Evrópusambanindu með því að fá aðilarsamning án aðlögunar. Það er einfaldlega ekki í boði.
Og þá er það spurningin hver eru fíflin í ESB-umræðunni? Tja, hmm, þegar stórt er spurt..
Athugasemdir
Páll. Enn ert þú að bera út þetta rugl ásamt kolrangri þýðingu á orðunum ,,accession process." Staðreyndin er sú við stöndum ekki í neinni aðlögun að ESB vegna aðilarviðræðna okkar og munum ekki gera fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðilarsamning og þá aðeins ef aðild verður samþykkt.
Það er því allt hárrétt sem kemur fram í grein Stefáns Ólafssonar.
Hvernig væri nú að fara að hætta þessu rugli og koma með málefnanlegar útkýringar á því af hverju við ættum ekki að klára aðildarviðræðurnar eða af hverju við ættum ekki að ganga í ESB. Svona rugl þar sem verið er að hræða fólk með rangfærslum til fylgislags við tillögu um að hætta aðildarviðræðum segir manni það að þið eruð hræddir við að ef viðræðurnar fái að ganga til enda þá muni meirihluta kjósenda líka ágætlega við aðildarsamninginn og samþykkja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna viljið þið ekki klára samningaviðræðurnar.
Eitt er þó alveg á hreinu. Ef aðilarasamningur verður felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu þá mun nánast ekki þurfa að gera neitt. Þá verður ekki búið að framkvæma neitt sem ekki er auðveldlega afturkræft ef það þarf þá yfir höfuð nokkuð að gera.
Aðlögunin fer fram á þeim tíma sem líður frá því aðild er samþykkt þangað til af formlegri aðild verður. Hún fer ekki fram áður nema hugsanlega verður hafin vinna við atriði sem þurfa lengri tíma en þann sem þar líður á milli.
Það er því alveg hægt að klára aðildarviðræður og taka síðan ákvörðun af eða á í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort við samþykkjum aðildarsamninginn sem úr þeim kemur eða ekki.
Sigurður M Grétarsson, 18.8.2013 kl. 18:09
Öll þessi smámunasama rifrildisumræða um ESB aðildina hérlendis er út í hött. Fólk á að horfa á heildarmyndina.
Af hverju vilja norðmenn, færeyingar og grænlendingar ekki vera innan ESB?
Að hvaða leyti eru hagsmunir Íslands frábrugðnir hagsmunum nágrannaþjóðanna í N-Atlantshafinu?
Af hverju ætti Ísland að reka fleyg í samvinnu þessara þjóða með því að ganga í ESB í stað þess að styrkja samstöðuna hér norður frá?
Kolbrún Hilmars, 18.8.2013 kl. 18:11
Komið þið sæl; Páll - og aðrir gestir, þínir !
Kolbrún fornvinkona !
Og; ekki nóg með það. Sigurður M Grétarsson; virðist andsetinn vera, af Joseph Gobbels, eða einhverjum snata Merkel kerlingarinnar, og þeirra Barrosó´s í samtímanum, sé mið tekið af örvæntingarfullri þjónkun hans, við eitt allra versta bölvalda ríki (Þýzkaland), á Norður hvelinu.
Síðan er; eins og örli á æsingnum, í þeim drullusokkum, Jóhannesi frá Kötlum, og Einari Olgeirssyni, fyrir Stalínísku Íslandi, á þeirra tíð; í fari Sigurðar M.
Sigurður M Grétarsson; er auðvirðileg undirlægja gömlu Evrópsku nýlenduveldanna - og ber að skoða hans viðhorf, í því ljósi, gott fólk.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem oftar /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2013 kl. 18:28
Eg vildi jafnfrmat ítreka; að Gunnar Bragi Sveinsson, er á meðal almestu Skoffína, í lest óvandaðra og ómerkra stjórnmála manna, svo ekki skyldi misskiljast, mín meining, aukinheldur.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2013 kl. 19:53
Sigurður Grétar. Æi farðu að hætta þessu rugli þínu einhvern tímann. Það nennir enginn heilvita maður að hlusta á ykkur
ESB-sinna lengur. Eruð með ALLT niðrum ykkur!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.8.2013 kl. 20:37
Óskar Helgi. Hvað fær þig til að telja mig verta "andsetinn af Joseph Göbbels"? Hefur þú eitthvað fyrir þér í því eða er þetta bara enn eitt ómerkilegt skítkastið frá þér.
Hvað fær þig til að álykta að ég sé handbendi einhverra erlendra aflaÖ Hvað hefur þú fyrir þér í því?
Bara til upplýsingar þá er það sem drífur mig áfram til að skrifa um ESB sú sannfæring mín að það muni vera okkur Íslendingum til góðs að taka þátt í því samstarfi vinaþjóða okkar í Evrópu. Það er því með hagsmuni almennings á Íslandi að leiðarljósi sem ég tala fyrir því að við skoðum þennan kost enda flest sem bendir til þess að aðild okkar að ESB muni bæta hér lífskjör almennings og það jafnvel verulega.
Ég frábið mér því skítkasti sem felst í því að væna mig um að vera handbendi einhverra erlendra afla sem vinni gegn hagsmunum almennings á Íslandi. Slíkar ásakanir koma úr hörðustu átt hjá þeim sem vinna að sérhasgmunum tiltekinna afla gegn almannahgsmunum með því að berjast gegn aðíld okkar að ESB.
Sigurður M Grétarsson, 20.8.2013 kl. 18:48
Guðmundur Jónas Kristjánsson. Þegar þú ert að ásaka aðra um að vera að rugla um ESB þá ert þú svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi. Ég hef lesið marga pistla eftir þig um ESB og man ekki nokkurn tíman eftir því að hafa séð pistil eftir þig þar sem rétt er farið með staðreyndir um ESB. Skrif þín eru að mestu bull sem mjög oft innihalda rætið skítkast á þá sem eru óssammála þér í þessu máli.
Sigurður M Grétarsson, 20.8.2013 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.