Raðfréttir RÚV í þágu ESB-sinna

Allir aðalfréttatímar RÚV um helgina, frá föstudagskvöldi að telja til og með hádegisfrétta í dag, fjalla um kröfu ESB-sinna um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ESB-ferlisins. Um er að ræða sex fréttatíma RÚV í sjónvarpi og útvarpi.

Í öllum tilvikum nema einu er um fyrstu frétt að ræða. Fyrsta frétt í sjónvarpi eða útvarpi jafngildir forsíðuuppslætti á dagblaði. Fyrsta frétt þýðir að fréttastofan metur fréttina sem mikilvægustu og brýnustu tíðindi fréttatímans.

Í öllum tilvikum dregur RÚV taum ESB-sinna í þessum fréttum. Það er alið á ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar, litið framhjá lýðræðislegum samþykktum ríkisstjórnarflokkanna og stefna ríkisstjórnarinnar gerð tortryggileg.

Fréttastofa RÚV beit höfuðið af skömminni þegar hún talaði við Össur Skarphéðinsson, fyrrum utanríkisráðherra og aðalábyrgðarmann ESB-umsóknarinnar, og lét eins og Össur væri hlutlaus álitsgjafi út í bæ sem teldi ágreining innan ríkisstjórnarflokkanna vegna umræðu um þjóðaratkvæði eða ekki.

Fréttastofa RÚV dregur skipulega taum ESB-sinna í umræðunni og lætur í það skína, með fréttamati sínu, að þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB-málið sé brýnasta viðfangsefni íslenskra stjórnmála.

Fréttastofa RÚV líkist meira pólitískum aðgerðasinnum en faglegum fréttamönnum.

Hér er yfirlit yfir aðalfréttatíma RÚV í tæpa tvo sólarhringa. Þjóðaratkvæðagreiðslumálið er fyrsta frétt í öllum fréttatímunum nema einum,- þá er hún önnur frétt :

Hádegisfréttir RÚV  18. ágúst, fyrsta frétt.

Sjónvarpsfréttir RÚV 17. ágúst, fyrsta frétt.

Útvarpsfréttir kl. 18:00 RÚV 17.ágúst, fyrsta frétt.

Hádegisfréttir RÚV 17. ágúst, fyrsta frétt.

Sjónvarpsfréttir RÚV 16. ágúst, fyrsta frétt.

Útvarpsfréttir RÚV 16. ágúst kl. 18:00, önnur frétt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

RUV mætti og ætti að ræða opinberlega, hví þjóðinni var algerlega meinað að vera með í ráðum í júlí 2009.  Kannski þessi pistill hjálpi að lífga við minnið?: Um líkræðu Össurar og pílagrímsförina sem reyndist fýluferð  Og af hverju var sótt um þarna yfir höfuð.  Mikluminnihluti Össurar á ekki lengur að ráða.

Elle_, 18.8.2013 kl. 14:13

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það segir skyrum stöfum í málefnasamningi ´rikisstjórnarinnar að hlé skuli gert á aðildarviðræðum og þær skuli ekki hafnar að nýju fyrr en að undagenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hvernig í veröldinni fá Þorsteinn Pálsson og allir aðrir ESB sinnar út þá niðurstöðu að ríkisstjórnin sé að svíkja það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu?

Segir eitthvað um það í þessum línum?

Sannast sagna liggur ekkert á því meðan þessi ríkisstjórn situr.Hún mun ekki hefja viðræður aftur án þjóðaratkvæðis.

Svo einfalt og kýrskýrt er þetta. Samt berja þessir aðilar lóminn og þvæla og þvæla með RUV í broddi fylkingar.

Halldór Jónsson, 18.8.2013 kl. 16:17

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir það Elle,og það má eiginlega merkja sterka andstöðu þjóðarinnar við Esb,inngöngu,að þrátt fyrir dagskrárgerð RÚV,sem ávallt dregur taum Esbsinna, hefur ekki tekist að þvinga okkur inn á sama hátt og gerðist á Alþingi,þegar sóst var eftir atkvæðum þeirra sem ekki vildu sækja um, en létu sig. Raðfréttir RÚV.hafa þann tilgang að blekkja óupplýsta til að skrá sig á þjóðaratkvæða-óskalistann.

Helga Kristjánsdóttir, 18.8.2013 kl. 16:37

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Laukrétt hjá þér, Páll Vilhjálmsson. Þetta er alvarlegt agavandamál Rúv.

Er ekki löngu kominn tími til að skipta um þar í brúnni? -- m.ö.o. kominn tími á hann nafna þinn þar?

En Fréttastofa Rúvsins, hinn alls ótrúverðugi handhafi sannleikans, mun naumast fást ofan af því ótilneydd að stunda sína raðglæpi gegn hagsmunum lýðveldisins. Reyndar gerir það hreinsunina á öllu heila klabbinu bara þeim mun brýnni og ... auðveldari.

Þessi áróðurs-vélabrögð Rúvara munu því verða eins og fljúgandi bjúghnífur sem lendir á þeim sjálfum.

Jón Valur Jensson, 18.8.2013 kl. 17:11

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þegar vilji þings og þjóðar eins og er í þeirri deilu hvort klára eigi aðildarsamning og kjósa síðan um hann eða hætta aðildrviðræðum þá er fullkomlega eðlilegt að fjölmiðlar segi frá því þegar stjórnarandstaða svo ekki sé talað um félagsmenn í stjórnarflokkunum fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Það væri hlutdrægni að fjalla lítið sem ekkert um það.

Og þegar Páll Vilhjálmsson og Jón Valur Jensson eru farnir að væna aðra um hlutdrægni í umræðu um ESB þá eru þeir menn svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi. Báðir hafa haldið úti vefsíðum sem hafa svo sannarlega tekið einhliða afstöðu í því máli og fara iðulega rangt með staðreyndir í því máli.

Sigurður M Grétarsson, 18.8.2013 kl. 18:26

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Drottinn minn og ESB var fyrsta frétt hjá stöð 2 í kvöld.

Hvernig er heimurinn að verða ?

hilmar jónsson, 18.8.2013 kl. 18:35

8 Smámynd: Elle_

Sigurður, mikill munur er á RUV allra landsmanna og einkasíðum Páls og Jóns.  RUV á að vera hlutlægt en þeir ekki frekar en þeir vilja.  Svo væri ekki um neitt að kjósa nema Brussellög og Brusselsáttmála og það veistu þó þú þrætir fyrir það.

Elle_, 18.8.2013 kl. 19:43

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Samfylkingar- og Esb-Snatinn Sigurður M. Grétarsson hefur talað!

Hann er víst hæfasti maður í veröldu víðri til að tala um hlutdrægni annarra!

Svo nefnir hann vitaskuld engin dæmi til að reyna að sanna sitt mál, en það gerum við Páll þó, bæði hann í greininni hér ofar og ég í tilvísaðri grein.

1. setning Sigurðar í þessu svari hans er ekki einu sinni málfræðilega rétt til að hægt sé að fá skýrt vit í hana. Svo gengur hann í næstu setningu algerlega fram hjá þeirri allsendis einhæfu, síendurteknu klifan Rúvsins á þessu innlimunarsinna-máli sem Páll afhjúpaði í pistli sínum.

Jón Valur Jensson, 18.8.2013 kl. 20:02

10 Smámynd: Elle_

Óþarfi að kalla hann hundanöfnum þó hann sé hlutdrægur.  Og málfræði hans er ekki verri en ýmissa og kemur málinu ekkert við.  Ætla ekki að vera með í svona kjaftæði.

Elle_, 18.8.2013 kl. 20:22

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stilltu þig, Elle.

Hvað er rökrétt og málfræðilega rétt við þessa framsetningu:

"Þegar vilji þings og þjóðar eins og er í þeirri deilu hvort klára eigi aðildarsamning og kjósa síðan um hann eða hætta aðildrviðræðum þá er fullkomlega eðlilegt að fjölmiðlar segi frá því þegar stjórnarandstaða svo ekki sé talað um félagsmenn í stjórnarflokkunum fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um málið." ?!

Slappt hugsandi menn kunna oft ekki einu sinni að orða hugsanir sínar.

Jón Valur Jensson, 18.8.2013 kl. 21:34

12 Smámynd: Elle_

Stilltu þig sjálfur.  Ætla ekki að svara neinu öðru.

Elle_, 18.8.2013 kl. 21:39

13 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Konur lesa í það sem menn meina, en ekki bókstaflega í það sem menn segja.

Helgi Viðar Hilmarsson, 18.8.2013 kl. 23:10

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Ef málfræðin er það sem þú hefur helst út á minn texta að setja þá er þess ekki að vænta að málafnastaðan sé slæm.

Þú talar um skort á sönnunum fyrir máli mínu en eitt af aðalatriðinum sem þið eruð hér að nefna er að við séum í aðlögun að ESB reglum en ekki samningaferli. Þið hafið hins vegar aldrei getað neft dæmi um þessa meintu aðlögun þó ítrekað hafi verið spurt eftir því.

Og varðani hlutdrængi þeirra miðla sem ég nefndi þá get ég neft nokkrar fullyrðingar sem hafa komið fram á þeim öllum sem engan vegin standast og verður því að teljast hlutdræg umfjöllun.

Í fyrsta lagi umrædd fullyrðing um að við séum í aðlögunarferli að ESB vegna ESB umsóknar okkar. Þessu hefur ítrekað verið haldið fram án þess að nefna um það dæmi.

í öðru lagi fullyrðingar um að við missum auðlidnir yfir til annarra ESB ríkja ef við göngum í ESB. Saðreyndin er sú að það hefur ekkert ríki þurft að láta frá sér auðlindir við inngnöngu í ESB og það hefur aldrei taðið til að skikka nein ríki til þess.

Í þriðja lagi hefur verið talað eins og það muni rústa íslensum landbúnaði ef Ísland gengur í ESB. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til slíks.

Í fjórða lagi er því hafnað að ESB aðild muni lækka matarverð eða vexti. Það fer reyndar illa saman við þá fullyrðingu að ESB aðild muni rústa ísenskum landbúnaði því hvers vegna ættu íslenskir neytendur að færa sín viðskipti að mestu eða öllu leyti yfir í innfluttu landbúnaðarafurðirnar ef þeir fá ekki betri kjör á þeim.

Í fimmta lagi þá hafa þessir aðilar fullyrt að við missum sjálfstæði okkar og fullveldi við að ganga í ESB. Vissulega er hægt að vera með þannig skilgreiningu á orðinu "fullveldi" að það flokkist undir slíkt að gera bindandi samninga við aðrar þjóðir en almennt hefur skilgreiningin verið sú að það sé hluti af fullveldi þjóða að geta gert bindandi samninga við aðrar þjóðir. Og að tala um afturkræfa samninga sem missi á sjálfstæði og fullveldi er náttúrlega fáránlegt.

Ég nenni ekki að fletta umræddum miðlum til að finna dæmi um þetta en hef lesið allar þessar fullyrðignar í viðkomandi miðlum. Þetta eru allt villandi fullyrðingar og að mestu mýtur og innistæðulaus hræðsluáróður.

Sigurður M Grétarsson, 20.8.2013 kl. 18:43

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður M Grétarsson þarf að LÆRA, fyrst og fremst um hvað það þýðir, að Ísland afhendi öðru ríki eða ríkjasambandi æðsta og ráðandi löggjafarvald yfir sér. Löggjafarvaldið er kjarnlægur hluti fullveldis hvers ríkis. Ef til stæði að afhenda það vald til Bandaríkjanna, væri SMG fljótur að koma auga á þann óþægilega sannleika. En nú hagar hann sér eins og blindur væri. Það rétta er, að hann hefur iðulega skrifað eins og óskammfeilin málpípa evrópska stórveldisins með innleggjum sínum hér og þar; fáa veit ég ósvífnari í því efni.

Lygar um landbúnaðarverð væri auðvelt að taka í gegn! Það er bara í ágætu horfi hér miðað við nágrannalöndin.

Við seljum ennfremur ekki fullveldi okkar fyrir örlítið lægri vexti. Og við fengjum ekkert sjálfkrafa lægri bankavexti með ESB-inntöku.

"Staðreyndin er sú að það hefur ekkert ríki þurft að láta frá sér auðlindir við inngöngu í ESB og það hefur aldrei staðið til að skikka nein ríki til þess," segir SMG glaðhlakkalegur, en lýgur hér upp í opið geðið á okkur eða beitir stórfelldum blekkingum. Hvernig fer fyrir Króatíu núna, nýkominni inn í ESB? Jú, landið fekk ENGAR undanþágur frá fiskveiðistefnu ESB, og það gefur Ítölum o.fl. afnot af króatískri landhelgi upp að 12 mílum!---> http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1304795/

Hvernig fór jafnvel fyrir Bretum með sína landhelgi út í miðjan Norðursjó? Að æðsta löggjafarvaldið var komið til ESB (ásamt þeirri grunnreglu, að ef það rekist á landslög meðlimaríkis og/eða hagsmuni þess, þá skuli ESB-lagaverkið ráða), hafði þau áhrif í Norðursjávar-fiskveiðimálum Breta, að þeir voru dæmdir af ESB-dómstólnum til að hlíta ESB-löggjöf og ónýta sína eigin löggjöf, sem hafði átt að vernda brezka sjómenn, útgerð og fiskiðnað, en Spánverjar græddu á öllu saman. SMG getur lesið um það í ritinu Tengsl Íslands og Evrópusambandsins, með undirtitlinum "Skýrsla Evrópunefndar um samstarfið á vettvangi EES og Schengen og um álitaefni varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu", Rv. 2007, bls. 95-104 (4.5.3. Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins), þar sem fjallað er um bretland og einnig um Möltu.

Þar segir líka á bls. 96: "Samkvæmt meginreglunni um jafnan aðgang hafa öll aðildarríki ESB ótvíræðan rétt fyrir fiskiskip sín til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 mílna markanna."246 (Nmgr.246: "Sbr. 17. gr. reglugerðar ráðherraráðsins nr. 2371/2002." -- Og má ég minna á, að í þvi ráðherraráði fengjum við 0,06% atkvæðavægi til að reyna að breyta þessu fyrirkomulagi!

Jón Valur Jensson, 22.8.2013 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband