Laugardagur, 17. ágúst 2013
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins og ESB
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði um Evrópumál og sagði þetta:
Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það væri út í bláinn að hætta viðræðum og efna í beinu framhaldi til þjóðaratkvæðis að taka þær upp að nýju. Landsfundurinn er vísa því til fjarlægrar framtíðar að komi upp að rök er standi til þess að endurvekja aðildarferlið þá verði það ekki gert án þjóðaratkvæðis.
Forsætisráðherra rýrir orðspor Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þar sem enginn kveður sér hljóðs,gríp ég tækifærið og minni á miskunnarlausar aðfarir Jóhönnu stjórnar við illa særða landa sína eftir hrun, að keyra í gegn aðildarumsókn í ESB,. Ég þarf ekki að spyrja hvers vegna hún felldi 2svar sinnum tillögu um að efnt væri til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið,hún vissi að það yrði kolfellt. Eins og sést hér í pistli Páls ályktar Sjálfsstæðisflokkurinn þvert á móti að ekki verði hugsað um slíkt án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu og vísar til fjarlægrar framtíðar. Sjáið þið munin á háttvísi hægrimanna,sem hefðu aldrei vaðið í svona gjörning án þess að fá skýrt umboð frá þjóðinni. Guð gefi þessari ríkisstjórn afl til að verjast og forðast allar væringar.
Helga Kristjánsdóttir, 18.8.2013 kl. 03:35
Ég held að síðuhafa væri holt að kynna sér stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins 2013 sem var dreift á heimili landsmanna og birt á Netinu. Kjósendur kynna sér stenuskrár flokka og haga atvæði sínu eftir því.
Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er aldeilis ekki verið að vísa til "fjarlægrar framtíðar" heldur stendur skýrum stöfum: "Þjóðin tekur ákvörðun um aðildaviðræður við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."
Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins auglýsir helstu baráttumál flokksins og hefur því mikið pólitískt vægi. Annað væri fráleitt!
Jón Kristján Þorvarðarson, 18.8.2013 kl. 04:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.