Þorsteinn P. vill pólitískt sjálfsmorð ríkisstjórnarinnar

Ein mestu mistök ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. voru að vera ekki samstíga í afstöðunni til ESB-umsóknarinnar, segir Þorsteinn Pálsson í grein í Fréttablaðinu.

Í öðru lagi fólst í aðildarumsókninni að Ísland stefndi að aðild. Ella sækja ríki ekki um. Það var hins vegar veikleiki vinstri stjórnarinnar að geta ekki vegna innbyrðis ágreinings viðurkennt þetta.

Og hvað ráðleggur ESB-sinninn Þorsteinn Pálsson sitjandi ríkisstjórn? Jú, að setja í þjóðaratkvæði framhald aðlögunarferlisins inn í Evrópusambandið. Báðir stjórnarflokkarnir eru með samþykktir um að hag Íslands sé betur komið utan ESB en innan sambandsins.

Það eitt að leggja í þjóðaratkvæði stórpólitíska tillögu, um málefni sem báðir stjórnarflokkarnir eru sammála um að eigi ekki fram að ganga, er pólitískt sjálfsmorð ríkisstjórnarinnar.

En Þorsteini Pálssyni finnst það allt í lagi enda setur hann ESB-aðild Íslands ofar öllu öðru.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Það stendur ekkert um það í stjórnarsáttmálanum um að þjóðaratkvæði eigi að fara fram um framhald aðlögunarviðræðna.

Það stendur skýrum stöfum að aðildarviðræður verði ekki teknar upp aftur eftir hléið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þorsteinn Pálsson er hugsanlega svona svekktur að missa jobbið sem áreiðanlega var furstalega launað. En hann á ekki að vera að fimbulfamba um eitthvað sem ekki stendur þar skrifað.

Halldór Jónsson, 17.8.2013 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband