Jesús var ekki

Jesús var hommi, lesbía, negri, í hjólastól, transari og ýmislegt fleira segir Sigríður Guðmarsdóttir prestur þjóðkirkjunnar, samkvæmt RÚV.

Ef Jesús var allt sem við getum látið okkur detta í hug þá var hann ekkert.

Og hvers vegna að halda uppi heilli þjóðkirkju um ekkert?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Mikið er nú á góða menn lagt á þessum síðustu og allra heilögustu. Kirkjan og Kristnin munu örugglega eyða sér sjálfar með þessu framhaldi, ekki Siðmennt, Vantrú eða Íslam.

En ef ég mætti velja flokk fyrir Jesús, þá tel ég öruggt að hann hafi verið í Samfylkingunni. Þar verða menn svo helvíti heilagir.

FORNLEIFUR, 11.8.2013 kl. 20:29

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hún er að vísu að meina þetta í ákveðnu samhengi. Að Jesú Kristur endurspeglist í baráttu ýmissa hópa o.s.frv.

Jafnframt sem presturinn undirstrikar þá staðreynd að Jesú hefur alltaf verið endurtúlkaður í gegnum aldirnar í takt við tíðarandann hverju sinni.

Það er nú aðallega það sem er mikilvækt í predikun Biskups.

Það er svo margt túlkanlegt og breytilegt eftir tímabilum.

Tengist spurningunni stóru: Hvað er sannleikur?

Sannleikur okkar aldar er annar en 19.aldarinnar og enn ólíkari 16.aldar sannleika o.s.frv.

Ofanlýst staðreynd gerir að verkum að afar einkennilegt er að sjá hægri- og elítuöflin í landinu púkka uppá einhver amerísk nöttkeis sem eiga ekkert sameiginlegt með nútimatúlkun m.a. á Íslandi.

Efnislega um framsetningu trúarhópa sumra um samkynhneigð í Biblíu, þá er það þegar óframbærilegt sem rök í málinu þar sem nútímasamfélag þverbrýtur fram og til baka.

Þetta lauslega tal Biblíu varðandi mök sama kyns er bara hliðstætt við ótal önnur atriði í Biblíu sem nútímasamfélag horfir fram hjá.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.8.2013 kl. 20:37

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lúthersk evangeliska kirkjan er kirkja embættismanna.Hún getur varla talist kirkja Jésús krists eftir slíkar yfirlýsingar.Að hann hafi bæði verið lesbía og hommi.Það hljóta flestir að sjá að slíkt er rugl.Hann getur varla hafa verið hvorttveggja.Einfaldast er að leggja ríkiskirkjuna niður.

Sigurgeir Jónsson, 12.8.2013 kl. 01:18

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ríkiskirkjurnar á norðurlöndum, sem kalla sig "Lúthers evangeliskar" og þessi fræði þeirra eru kennd í Hásskóla íslands, eru fyrst og fremst arfleið frá þeim tíma þegar kóngar og furstar sáu tækifæri til þess gína sjálfir yfir þeim eignum og sköttum sem páfastóll taldi sig eiga.Lúther var sakleysingi og það er skrípaleikur aðkenna einhverja "guðfræði" við hann.

Sigurgeir Jónsson, 12.8.2013 kl. 01:28

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sigurgeir Jónsson.

Augljóst má vera að þú talar ekki af mikilli þekkingu í athugasemdum þínum tveimur.

Þjóðkirkjan er ekki ríkiskirkja, heldur er hún sjálfstætt starfandi trúfélag, allt eins og Félag múslima, Krossinn, Vegurinn og öll hin. Ríkisvaldið hefur ekkert með starfsemi Þjóðkirkjunnar að gera og stjórnar þar engu.

Þjóðkirkjan er reyndar leigusali eins og svo margir í þessu landi. 1907 gerði kirkjan leigusamning við ríkið, sem hafði ásælst verðmiklar jarðirkirkjunnarog var endurnýjaður 1997. Kirkjan átti þá einn sjötta hluta allra jarða á Íslandi þar á meðal bæjarstæði margs helsta þéttbýlis á landinu. Af þessum jörðum innheimti kirkjan leigu af ábúendum og greiddu þannig laun starfsmanna sinna og annað sem þurfti að standa skil á. Leigugjaldið er minna en hvaða leigusali í hinum vestræna heimi myndi sætta sig við fyrir sambærilegar eignir, en það er að stofni til laun ákveðins fjölda presta. Fyrir vikið rugla menn þessu af vanþekkingu sinni saman við að um ríkiskirkju væri að ræða. Eigandi fasteignarinnar við Borgartún 21 sem ríkið leigir af húsnæði undir ýmsar stofnanir sínar eins og Lín, Íbúðalánasjóð, Þjóðskrá og fleiri gerir ekki þann húseiganda að ríkisleigaranum, né að hann sé rekinn af ríkissjóði, ekki frekar en Þjóðkirkjan verður ekki ríkiskirkja einungis vegna þess að ríkið leigir af henni jarðirnar.

Ríkisstjórn flugfreyjunnar og jarðfræðinemans gekk freklega á bak samninga og laga við Þjóðkirkjuna með því að skerða stórkostlega félagsgjöld meðlima sem ríkið sérum að innheimta fyrir trúfélög þessa lands sem og leigusamninginn sjálfan. Þau sögðu að það væri kreppa og þyrfti að halda eftir í ríkissjóði þessum aurum - vissulega ólögmætt en þau skötuhjú hafa komist upp með ýmislegt. Hefðu þau sagt það sama við leigusalann að Borgartúni 21 og ákveðið að halda svona 34% af uppsettu leigugjaldi eftir með sömu rökum og við Þjóðkirkjuna þá væru viðkomandi stofnanir bornar út úr húsinu eftir fáeina mánuði vegna vanefnda á húsaleigusamningnum. Þjóðkirkjan snéri hinum vanganum að þeim skötuhjúum - og sinnir ókeypis þjónustu við þegna þessa lands á ýmsum sviðum semreyndar mörg önnur trúfélög gera ekki.

Hvað varðar klerkinn í Guðríðarkirkju og yfirlýsingar hans um Frelsarann þá máttu ekki gleyma því að sá klerkur er ekki að tala fyrir munn annarra klerka þessa lands. Þessi útgáfa af Guðfræði er ekki kennd í Háskóla Íslands.

Hvað varðar ummæli þin um Lúther er ljóst að þú þarft aðhressa upp á minnið. Lúther kom með Guðfræði sína fram og þá sáu þjóðhöfðingjar sér reyndar leik á borði aðsölsa undir sig bótalaust eigum kirknanna - líkt og flugfreyjan ogjarðfræðineminn gerðu ísíðustu ríkisstjórnafmikilli óskammfeilni. Skertu á krepputímum með ólögmætum hætti samnings- og lögbundnar greiðslur til krikjunnar sem þurfti á sama tíma að stórauka sálgæslu og fjárhagsaðstoð til landans semátti umsárt að bindasem aldrei fyrr. Hafi þau skömm fyrir ódæðið. Þau munu uppskera fyrir það þó ekki verði fyrir jarðneskum dómstólum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.8.2013 kl. 03:14

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sigurgeir Jónsson.

Við verðum sennilega að þakka Guði fyrir þá náð að flugfreyjan og jarðfræðineminn létu ekki fara með Karl Sigurbjörnsson byskup og aðra kirkjuleiðtoga þessa lands við þetta tækifæri eins og menn konungs gerðu 1550 við Jón Araon byskup og syni hans. Kannski var það af hræðslugæðum við þau skötuhjú að þau komust nánast mótmælalaust upp með skerðingarósómann ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.8.2013 kl. 03:24

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Þjóðkirkjan er reyndar leigusali eins og svo margir í þessu landi. 1907 gerði kirkjan leigusamning við ríkið,..." Það var enginn samningur gerður árið 1907

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.8.2013 kl. 06:27

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það skiptir meira máli að þjóðkirkjan útskýri og prestar og biskup segi alveg af eða á, hvort nefndir aðilar trúi á endurkomu krists og dómsdag.

Eg er ekki viss um að allir sem aðhyllast nútímakristni og þjóðkirkju, átti sig á að endurkoma Krists er eitt meginatriðið í kenningunni upphaflega.

Þá trúir fólk því að Kristur sé væntanlegur á hverri stundu og boði til dóms.

Þessi boðskapður hlýtur að vera enn í fullu gildi hjá þjóðkirkjunni.

Samt heyrir maður kirkjunar fólk sjáldan minnast beint a þetta mikilvæga atriði. En þessi afstaða kemur fram í ýmsum kirkjunnar serimoníum ef fólk hlustar grannt eftir því hvað prestarnir eru aðsegja.

Td. má nefna: ,,steig upp til himna og mun þaðan aftur koma og dæma lifendur og dauða...".

Þá er það þannig að það er meginatriðið og bottomlænið. Lífið eða tilveran eftir endurkomu krists.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.8.2013 kl. 10:31

9 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ég er sammála Páli, Jesú var ekkert, enda var hann aldrei til. Fornleifur bendir á það sem allir sjá, að kirkjan er sjálf að leggja sig niður vegna embættismannamoðs.

Predikarinn veit ekki um hvað hann er að tala, embættismenn kirkjunnar eru embættismenn samkvæmt dómi Hæstaréttar, þeir fá greidd laun úr ríkissjóði, laun sem ákvarðast af Kjaranefnd. Þóðkirkjan er sjálfstæð ríkisstofnun, eins og margar aðrar, hún ræður sjálf innri málum innan ramma lagasetningar. Yfir henni er sérstakur ráðherra, og ríkið sér um allan kostnað hennar. Það er ekki hægt að halda því fram að hún sé sjálfstætt trúfélag, hún er ríkiskirkja!

Kirkjan er ekki leigusali til ríkisins í einni einustu merkingu þess orðs. Leiga af jörðum stóðu langt frá undir rekstri kirkjunnar við lok 19. aldar, það var þess vegna sem gerður var samningur um að afhenda jarðirnar til ríkisins. Söluverðmætið átti að ganga í sérstakan sjóð til að greiða laun presta, sá sjóður fór á hausinn nokkrum árum seinna.

Samkvæmt samningnum 1997 var skorið endanlega úr um að ríkið hefði eignast jarðirnar (sumum Kirkjunnar mönnum þótti það óljóst, vildu meina að Kirkjan ætti enn jarðirnar, þótt ríkið hefði greitt fyrir þær hundraðfalt).

Þú hefðir gaman af að skoða einu opinberu tilraunina sem gerða hefur verið til að meta til fjár þennan eignaskiptasamning ríkis og Kirkju, enginn hefur svarað þessum útreikningum né reynt að gera aðra sjálfstæða (alla vega ekki opinberlega).

Kíktu á fyrstu greinina, ég vil endilega að einhver reyni að hrekja það sem þar er sagt!

Brynjólfur Þorvarðsson, 12.8.2013 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband